mánudagur, júlí 25, 2005

Sumarfrí

Langt síðan ég hef sest við tölvu :) Er þvílíkt að njóta þess að vera í sumarfríi, varla komið í hús síðan á þriðjudagsmorgun hehehehe. Byrjaði á að vera í heyskap með familíunni, mar verður nú að redda mat fyrir Sauðhyrnu, Gullfríði, Strák og Geysi fyrir veturinn. Jebbb mar er sko stórbóndi.

Svo nú um helgina var ég í 3ja daga hestaferð með fullt af skemmtilegu fólki. Við vorum með bækistöðvar á Capteinsflöt, ansi þægilegt að þurfa bara að tjalda einu sinni og ekkert að pakka niður nema einu sinni heldur. Leiðist afskaplega að pakka niður og upp endalaust. Heyrru já og við Gestur keyptum okkur tveggjaherbergja hús með forstofu svo nú getum við tekið á móti gestum og gangandi. Reyndar er þetta hús ekki úr steypu og járni heldur er þetta forláta tjald. Nauðsynleg eign á hverju heimili……. En allavega þá gekk túrinn ljómandi vel, engin datt af baki og engin dó!!!!! Hvað er hægt að biðja um meira???? Við fórum út í Hjörsey sem er eyja fyrir utan Mýrarnar. Þangað er bara hægt að fara á stórstraumsfjöru nema ef þú átt bát. Geggjað að ríða hvítar fjörur í glampandi sólskini í góðra vina hóp. Gestur fylgdi fast á hæla okkar á Pajero. Svo mörg voru þau orð.

Ég ætla að halda áfram að vera í sveitinni alla vega fram á miðvikudag, Gestur fór suður í morgun að vinna. Síðan er danmerkurdagur á föstudag, ætli það verði kannski ekki bara flöskudagur í DK, ja hver veit!!!!!!! Hlakka mikið til að hitta Stínu fínu í danaveldi.

Þar til næst, hafið það gott, ég er farinn út :) í sól og sumaryl.

P.s. myndir koma seinna

1 Comments:

At 3:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ohh.. jei.. hlakka líka til að hitta þig..
Njóttu góða veðursins á Íslandi.. ekkert nema rigning hérna í augnablikinu! úff...

 

Skrifa ummæli

<< Home