laugardagur, júlí 16, 2005

sveitó

Kópavogur er skemmtilega sveitó!!! ég var að fara með blöð í endurvinnsluna áðan sem er nú ekki í frásögur færandi. Nema hvað ég rak augun í Símaskrá Kópavogs, jebbbidijebbb. Símaskráin góða var náðuð og hvílir nú á eldhúsborði okkar hjúa. Annars er fátt fréttnæmt hér á bæ. Sumarfríið langþráða er framundan, með leti og action í bland. Nú eru bara 2 vikur þar til við leggjum af stað til DK og vika þar til Kristjana fer til Svíþjóðar. Hún og vinkona hennar ætla m.a. á Heimsmeistaramót hestamanna, þetta verður skemmtilegt hjá þeim.

Ég er komin með fráhvörf frá hámó!!! mæli með hitting við fyrsta tækifæri. Þurfum nú aðeins að fara að dusta rykið af handvinnunni okkar hehehehehehehehee :) hvað finnst ykkur um það?????

5 Comments:

At 9:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

jess! allavegana hámó hittingur um miðjan ágúst! en væri gaman að hitta þig þegar þú kemur til baunó.. þó það væri ekki nema að segja hæ!!! góða skemmtun á tónleikunum.. láttu mig vita hvort þú hefur tíma;)

 
At 10:03 f.h., Blogger Milla said...

já ekki spurning!! Við Sonjan lentum þreyttar á Íslandinu í nótt og hér er mar mættur í vinnuna. Úff það var allt of gott að vera úti, erfitt að venjast því að fara að gera eitthvað gagn (allavegna fara að hugsa um einhvern annan en sjálfan sig)...Endilega finnum tíma fyrir hitting, virðist vera erfitt að hóa okkur saman fyrir ágúst en þá er alveg komin tími til að öppdeita slúður ;) Hvað var svo aftur á planinu, kajakferð og hestaferð?? hlakka til að hitta ykkur kv Milla

 
At 8:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já hestaferð og kajakferð......vvvíííí.....hva er málið 15. ágúst? haggi!!!

 
At 3:19 e.h., Blogger Milla said...

hæ babies, já ég verð að vinna 15. þannig ég verð heima og ekkert komið í skeddjölið, c ya then. ég get boðið mig fram sem gestgjafi ef það er ekki einhver sem er búin að panta hlutverkið :) sumarkveðjur so long

 
At 11:55 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jeiii mætingur til Millu!!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home