þriðjudagur, ágúst 02, 2005

u2-vertigo

Þá er ævintýraferðinni til Köben lokið. Við flugum út á föstudagsmorgun, komum í sól og blíðu á hótelið. Gestur fór beint í að skoða tölvupóstinn sinn því við áttum að fá uppgefið hvar við fengjum miðana á U2 afhenta. Nema hvað við fáum jú tölvupóst, en í honum stóð só sorrý nó tikkkketttsssss. Get svo svarið það að ég hélt að Gestur væri að djóka í mér og trúði ekki orði fyrr en ég var búin að lesa sjálf. O jújú þetta var satt!!!!!!!!!!!! Við sátum eins og dauðadæmd þegar Sirrý og Svanur komu niður í lobbbbíiððð. Nú voru góð ráð rándýr. Gestur hringdi beint í miðasöluna og las þeim pistilinn. Við værum komin til DK til einskins, og þeir yrðu að gjöra svo vel að greiða miðana, hótelið + flugið!!!!!!!!!! Okkur var lofað öllu fögru og maðurinn sagðist reyna hvað hann gæti í málinu. Eftir þessar hörmungarfréttir fórum við þung á brá út að skoða borgina. Þegar út var komið komu þessar rosa þrumur og geðbiluð rigning sem var nú alveg til að bæta geð mitt!!!!!!!!!!!!!!!!!! Við fórum og fengum okkur að borða og keyptum regnhlífar. Við áttum síðan góðan dag á Strikinu með nettum blótsyrðum um þessa andskotans miðasölu. Á laugardag hringdi Gestur enn og aftur í miðasalann sem ennþá lofaði öllu fögru. Við höguðum okkur eins og sannir túristar og fórum í sight seeing bus um borgina, tvo rúnta heldur en ekki. Ljómandi gaman bara. Skelltum okkur í tívolí. Ég hef aldrei farið í tívolí áður svo ég var örugglega eins og 5 ára með stór augu. Eins og margir vita þjáist ég af skelfilegri lofthræðslu en ég sagði henni stríð á hendur og við Svanur fórum í rússibana. Ó mæ god ég hélt bara að þetta yrði mín síðasta stund. Ég var þetta fína skemmtiefni fyrir Svan. Bara gaman af því. Fórum síðan og hittum Stínu fínu danabúa, Hauk og Dag á írskum pöbb og eins og Stínan komst svo skemmtilega að orði í bloggi sínu fengum við okkur í aðra tánna. Yndislegt að hitta Stínu. Hlakka mikið til að fá hana heim aftur. Stínan hafði hitt Allý á förnum vegi þegar hún var að leita að okkur, svo audddað var hringt í stelpuna og ég og Allý hlupum eins og bilaðar að leita að hvorri annarri á Ráðhústorginu. Spaugileg sjón tvær að tala í síma á hlaupum...... heheheh... gaman að hitta hana. Fór síðan og hitti Mæju pæju á einhverjum sveittum kokteilbar. Jammedijammm skemmtilegt. Á sunnudag var brúnin þung þegar ég vaknaði.... hvort ég væri virkilega komin til DK án þess að sjá Bono elskuna. Við drusluðumst af stað í sight seen túr og í Dýragarðinn. Gestur þessi elska hringdi einu sinni enn í miðasöluna og fékk þær spúkí fréttir að hann ætti að hitta einhver Greg til 6. Hljómaði dáldið eins og díleratal. Vá mar. Síðan varð klukkan sex og engin Greg síðan varð hún hálf sjö og engin Greg, stuttu seinna náðist í hann og hann gaf okkur upp afhendingarstað. Þá varð að rífa upp kortið og finna út hvar þessi skrattans staður væri. Loksins fundum við Greg og þá tók við nokkurra mínútna taugatrekkjandi bið. En allt gekk þetta nú upp og við þutum af stað í Parken, nema hvað það fór að hellirigna. Næsta spenna var skildu miðarnir vera ósviknir?????? Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki nokkra einustu trú á að þetta væri að ganga upp!!!!!!
ég fyrir utan Parken, smelltu á myndina til að sjá myndasafn Vertigo ferðarinnarEn inn komumst við um átta leytið. Þá tók við bið eftir mestu snilldar hljómsveit ever!!!!! Þeir komu á sviðið um 10 og spiluðu til 12. Ég á ekki nógu mörg sterk lýsingarorð til að lýsa stemmingunni og því að vera þarna. Sterkast var samt að hlusta á One og Sometimes you can´t make it on your own, þvílík snilld. Þarna vorum við í svörtum ruslapokum að hlusta á u2 rennandi blaut og skítkalt en vá!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Bono var æði, U2 rokkaEftir tónleikana hófst mikil leit að strætó eða leigubíl, svo ekki tókst. Svo við lögðum götu undir fót og hófum göngu heim. Fljótlega hurfu Svanur og Sirrý á hraða sem hver sannur maraþonhlaupari hefði verið stoltur af. Á köflum var ég sannfærð um að ég yrði úti því mér var svo hrikalega kalt. Loksins eftir ca einn og hálfan tíma komumst við í Strætó og þá gat ég ekki talið smápeninga. Ég gat ekki hreyft fingurna og bílstjórinn að kafna úr óþolinmæði!!!!! Ekki til að bæta ástandið. En allt hafðist þetta nú og við komumst þreytt, köld, blaut og svöng á hótelið um þrjúleitið um nóttina og mikið djö.... var gott að komast í heita sturtu og fá eitthvað í gogginn. Þetta var engin venjuleg rigning, líktist mest syndaflóðinu hjá Nóa félaga.
Síðasti dagurinn var mjög rólegur við skiptum liði og við Gestur versluðum á Strikinu og reyndum eftir fremsta megni að komast hjá óþarfa hreyfingu.

Þetta var æðisgengin ævintýraferð í fáum orðum sagt!!!! Synd að segja að það sé alltaf lognmolla í kringum okkur í hjallanum.

Fyrir áhugasama lesendur þá eru MYNDIR HÉR

3 Comments:

At 9:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hetja jóns að þora í þennan rússíbana...og sennilega voru tónleikarnir bara ennþá betri eftir þessa óvissu með miðana, alltaf "gaman" af svona surprisum

 
At 6:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Halló kella. Þetta hefur nú verið ævintýraferð hjá ykkur hjónaleysunum. Jahá ég er sko sammála þér að þetta er ótrúlega góð hljómsveit og það er bara ólýsanlegt að horfa og hlusta á elskuna taka one.......best í heimi!!! ekki laust við að mér vökknaði um augun við sum lögin......hlakka svo bara til að hitta allar Hámó kellurnar á mánkvöld :)

 
At 10:41 e.h., Blogger Fanney said...

Húff þetta kallar maður nú óvissuferð ...
En allt er gott sem endar vel :)

 

Skrifa ummæli

<< Home