föstudagur, september 16, 2005

langt síðan síðast

það er orðið langt frá síðasta pistli frá mér... kasssski er þetta eitthvað að ganga, því að mér virðast sem á sum blogg hafi ekki verið hripað lengi.

Loksins er komin föstudagur sem þýðir helgarfrí!!!!!!!!! og það í 3 daga að þessu sinni. Réttarfrí á mánudag jibbbbý jei bara gaman get ég sagt ykkur. Ég fer með nokkrum ættingjum mínum og fákum þeirra á sunnudaginn upp í Hítardalsrétt þar sem hrossin verða geymd yfir nóttina og svo er fjárréttin á mánudagsmorgun. Alltaf stemming að fara í réttir :) :) Prinz hinn fyrrverandi ógnvekjandi fer með okkur á eftir. Við erum búin að semja frið og gengur alveg ljómandi að fara með honum út að skokka .... eða sko hann skokkar og ég sit á baki hans .... léttara fyrir mig amk. Hann er svo vel taminn þessi elska. Svo nú er Gestur orðin stoltur hesteigandi.

Er ennþá með smá hjartslátt eftir aksjónið í blokkinni í gær. Haldiði ekki bara að það hafi kviknað í íbúð á sömu hæð og okkar er. Slökkvilið, lögga og sjúkrabílar með læti hérna fyrir utan. Mitt litla hjarta þolir ekki svona ósköp!!! en betur fór en áhorfðist. Fólkið náði að slökkva eldinn og koma sér út á svalir þar sem það beið eftir reykköfurum. Púffffffff....

En well ég er farin að snæða og síðan setja Prinz á kerruna og bruna í sveitina.

4 Comments:

At 4:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hvenær er stemming fyrir næsta hámó?

 
At 5:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vóh gott að það náðist að slökkva eldinn. Heyrðu ég missti auðvitað af mínum réttum, geri ráð fyrir að þú og prinsinn hafið skemmt ykkur vel. Ég tek undir þetta með að sumir mættu taka sig saman í andlitinu og blogga svona every once in a while, nefni engin nöfn;) Kv. Stína B

 
At 11:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

stemming fyrir hámó er ljómandi hér á bæ :)

kveðja
Guðbjörg

 
At 9:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Langaði bara að segja þér að Doddi fékk strák í dag kemur þessu auðvitað ekkert við. En ég setti inn myndir í albúmin hjá krökkunum mínum kveðja Sirrý frænka

 

Skrifa ummæli

<< Home