uppdeit
Réttirnar afstaðnar fyrir viku síðan, alltaf jafn skemmtilegar. Fór að sjálfsögðu ríðandi í réttirnar með Prinz hinn nýja og minn síspræka Strák. Gekk ágætlega lennti í smá árekstrum við Prinz en við náðum að semja áður en allt fór í vitleysu. Þessi vika er búin að vera fljót að líða hjá enda mikið að gera á bænum. Frúin farinn á leirnámskeið í Glit og dreymir nú um leirlistmuni sem og nytjahluti :) spuring hvort mar skelli sér ekki bara í að endurnýja allan borðbúnað fyrst mar er byrjaður hehehe je right.... smá manía kassssski í gangi. Stefni á að nýta maníuna í þrif á íbúðinni áður en eskimóarnir fjórir koma í mat í næstu viku. Við skelltum okkur í Ikea áðan og keyptum innréttingu á baðherbergið :) :) jibbbý skibbbbý nú er næsta skref að koma henni upp, held að Guðbjörg með skökku augun ætti jafnvel að halda sér til hlés og dunda sér við eitthvað annað svona til að halda geðsheilsu okkar beggja sælla minninga síðan skápurinn í holinu var settur upp og já ef mar fer eitthvað smá aftar kasssski möguleiki að finna eina ja eða jafnvel tvær skakkar flísar á baðveggjunum. Amk ef vel er aðgáð.
Hún ég stend í atvinnuleit þessa dagana svo ef einhver veit af góðu og áhugaverðu iðjujálfadjobbi þá má hinn sami gjarnan láta vita. Spurningin er hinsvegar frá og með hvaða degi ég ætti að byrja á nýjum stað. Er að vinna í Geysi til 1. des og langar þá afskaplega mikið í smá augnaðgerð og byrja þá ekki að vinna fyrr en 1. jan og í janúar er Indlandsferð á dagskrá svo þá hvað???? alltof flókið mar. Spurning um að ræna banka og byrja bara á nýjum vinnustað eftir ár!!!!!! heyrðu já það hljómar bara fantafínt. Þessir peningar alltaf að flækjast fyrir manni.
Sífellt nýjir einstaklingar að líta dagsins ljós í kringum okkur. Pétur Steinar fæddist í mars, Kolbrún í júní, Snæbjörn í ágúst, Elísa Anna í september og nýfæddur óskírður Þorgilsson í gær. Síðan eru amk 4 önnur á leiðinni að ég veit.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home