fimmtudagur, október 27, 2005

blogg nr 167

já þá er komið að bloggi nr. 167 síðan þessi merka síða Gyðu Sól var opnuð. Ég á mér ekkert líf svo ég ákvað að telja hvað ég er búin að pósta hérna oft!!!!! je right eins og ég myndi nenna því. Vildi bara svo skemmtilega til að ég rak augun í þessa tölu þegar ég var búin að logga mig inn á síðuna. Annars segir samstarfsfólk mitt mér að ég eigi mér ekki líf því ég sé að ráða Su doku gátur jafnt virka daga sem helgidaga hummmmmmm er þetta nú ekki frekar öfund í minn garð og minn magnaða heila???? mar spyr sig...... en já nú er nemavika tvö á enda, fljótt að líða mar sem þýðir jafnframt að ég á eftir að vinna rúmar fjórar vikur á núverandi vinnustað og það eru fimm vikur í próf í Etnógrafíu eyjaálfu og ca fimmvikur í lazer aðgerð. Dí hvað tíminn líður hratt, bráðum verða komnir páskar, getsvosvariðþað!!!!!!!!!!! eru ekki allir örugglega í páskafíling ha??? hvað segið þið um að hittast fljótlega og föndra páskaunga???? en alla vega þetta var smá útúrdúr.
Smelltum okkur í sveitina um síðustu helgi sem var ljúft og gott. Við pabbi drógum skeifur undan hestunum og slepptum þeim í hausthagann. Þeir sumsé komnir í vetrarfrí og sumir í langt frí, alveg fram í apríllok eða maí. Prinz hinn ógurlegi og Strákur hinn þunglyndi verða þó ekki svo heppnir, þeir verða borgarbúar í vetur og verða okkur gleðigjafar í lífi og starfi. Við eigum eftir að fara í ótal skemmtilegar skokkstundir saman. Hlakka til að hafa hesta á húsi, hef bara einu sinni áður verið með hesta hérna fyrir sunnan og þá í Mosó sem var gargandi snilld. Reiðleiðirnar í mosó eru mjög skemmtilegar, sérstaklega þá að smella sér út á leirana. Væri alveg til í að kaupa mér smá landskika í Mosfellsdalnum og byggja mér þar krúttlegt hús og hesthús, væri bara næs....
En já framundan er helgarfrí með sveitaferð :) hljómar fantafínt, hver veit nema ég geri nokkur jólakort með móður minni og systur og já jafnvel móðursystur líka.
Svo á hún Alma Dóra skvísa afmæli í dag :) til hamingju Alman mín *knús*

Góða nóttina.....

1 Comments:

At 9:18 f.h., Blogger Fanney said...

Svo þú ætlar að vera með hestana hjá þér í vetur í höfuðborginni, glæsilegt.

Það er einmitt Jólakortagerð á dagskrá hérna um helgina líka .. uss uss og sumarið rétt var að búið.

 

Skrifa ummæli

<< Home