sunnudagur, nóvember 06, 2005

sunnudagskvöldsþunglyndiafhæstugráðu

mér líkar illa hve helgarnar líða fljótt,finnst endilega að vinnuvikan ætti ekki að vera lengri en 4 dagar og helgar 3 dagar.hljómar það ekki skynsamlega. Jebbbbbb ég þjáist af týpisku sunnudagskvöldsþunglyndi og langar ekkert sérstaklega til að það sé mánudagsmorgun eftir nokkra klukkutíma.

Við skötuhjú fórum í bíó í gærkvöldi sem er nú ekki merkilegt til frásagnar svo sem en við sáum Legend of Zorro. Þessi fína afþreying, ég horfði náttúrulega agndofa á Banderas leika listir sínar og karlinn auðvitað á frú Zorro. Fín skipting það. Mæli með þessari mynd. Talandi um bíó, ég vinn afarsjaldan í öllum happadrættum eða segir maður happadráttum hummmmm hugsi hummmmm en well alla vega þá fékk ég tvo miða senda í pósti um daginn frá bankanum mínum á einhverja fótboltamynd man ekki einu sinni hvað hún heitir svo greinilegt er að mér finnst hún ekki áhugaverð. Skítt loksins þegar vinningur kemur þá er kvikindið ónothæft, tillitsleysi af hæstu gráðu!!!!!!

Andleysi mitt er yfirgengilegt í dag og með þeim orðum kveð ég að sinni.

1 Comments:

At 7:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Varð nú bara að segja Hææææææææææ!
Langt síðan síðast ha!

Hafðu það gott kella og gaman að þú skyldir ramba inn

kveðja nafna þín Harpa

 

Skrifa ummæli

<< Home