fimmtudagur, desember 08, 2005

smá fréttauppdeit

jæja nýja vinnan leggur rólega afstað. Búin að vera í 3 daga og á eftir 3 daga í þessari lotu. Er mest í því að dusta rykið af vitneskjunni sem á að vera í heilabúinu eftir Háskólann á Akureyri, fylgjast með hinum iðjuþjálfanum meta ástand handa, velja spelkur og skipuleggja íhlutun. Já gott fólk nú má mar aftur tala um íhlutun og skipulag íhlutunar, möt og þessháttar. Held ég hafi aldrei fengið tækifæri áður að byrja svona rólega sem er bara ljómandi gott. Enda ekki mikil skynsemi heldur í því að hitta nokkra skjólstæðinga og senda þá síðan í frí fram í janúar. En af öðru lífi okkar er svosem allt meinlítið, Gestur að byrja í prófum, við ætlum á tónleika með íslensku dívunum í Laugardalshöllinni á laugardagskvöld. Finnst hálf asnalegt samt að tala um íslensku dívurnar sé alltaf fyrir mér stórar og miklar erlendar söngkonur þegar talað er um dívur. Líkt og þegar Eddu verðlaunin voru um daginn þá læddist nettur kjánahrollur niður hryggsúluna þegar talað var um íslensku elítuna í því sambandi. Hvað er eiginlega með okkur Íslendinga, orðnotkun og mikilmennskubrjálæði??? mar bara spyr sig eins og konan sagði forðum. Augnamál ganga ljómandi vel er komin með -1,5 á hægra auga sem er ca það sem áætlað var í upphafi svo ég get ekki verið annað en ánægð með þann árangur og það styttist í aðgerð á vinstra auganu.
Jólin eru eftir 10 mín og páskar eftir 15 mín slíkur er hraðinn þessa dagana, elska aðventuna, kósýheit og rólegheit heima með kertaljós á kvöldin. Sjálfir hátiðardagarnir fara oft því miður í að gera öðrum til hæfis þ.e. mæta hér og þar í boð og þessháttar, sem jú er gott á sinn hátt ekki misskilja mig, ágætt að hitta fjölskyldurnar það er ekki málið. En stundum langar mig bara að vera heima á þessum merkisdögum og chilla á mínum náttfötum t.d. liggja upp í rúmi og lesa með Nóa Sírus stórvin minn við höndina. Kannski er einhver af mínum hundtryggu lesendum sem eru sammála mér, hver veit........... þetta árið eru jólin eins og verslunarmannahelgi að lengd, ég er svo heppinn að iðjuþjálfadeildin hjá Gigtarfélaginu er lokuð milli jóla og áramóta og eitthvað var prellinn að tala um að taka smá frí......
njótið aðventunar :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home