kósýheit par exelans
já nú eru það rólegheit sem blífa hér á bæ..... svona rétt á meðan augað grær. Á það nú reyndar til að gleyma í einhverri óþolinmæði og pirringi sem ég veit að kemur öllum á óvart sem mig þekkja. En alla vega aðgerðin gekk ljómandi vel og ég fór strax að sjá betur með því auganu sem krukkað var í heldur en hinu. En hversu týpiskt er það eiginlega, að um morguninn þegar við vorum að leggja af stað í Lasersjón að við læstum alla lykla inni og urðum að hringja á leigubíl til að geta mætt á réttum tíma og á meðan ég upptekin við að láta opereita mig þá var Gestur að redda lyklum og skutli heim til að sækja bílinn. Mæli ekki með svona uppákomum, var nógu stressuð fyrir. En beisiklí þá er augað skorið og lagað á meðan mar er vakandi og gat ég því "horft" á allt sem gert var, frekar krípí að segja frá því. Vinstra augað fær síðan sömu meðferð 14. des.
En aðrar fréttir eru fáar og litlar. Hætt í vinnunni og byrja að vinna hjá Gigtarfélaginu 6. desember. Líst bara ljómandi vel á það, fer svo í leyfi aftur 13. des og byrja svo af fullum krafti eftir áramót. Svo er Indland á dagskránni í lok janúar, ekki ennþá búið að dagsetja það nákvæmlega en það fer að styttast óðfluga í allar sprautur sem fylgja þeirri ferð. Fór með Gesti á afskaplega huggulegt aðventukvöld guðfræðinema á fimmtudagskvöldið í Seljakirkju. Þar var boðið upp á yndislega fiskisúpu og skemmtimál. Gaman að því.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home