föstudagur, nóvember 25, 2005

Föstudagskvöld

jahá þá eru sex vikur liðnar síðan Stína kom í vettvangsnám í klúbbinn, ótrúlega fljótt að líða. Hvað segja hinir "LEIÐBEINENDURNIR" úr hámó um það???? Þetta gekk ljómandi vel hjá okkur og vorum við afskaplega lausar við að vera formlegar. Svíf ennþá á umsögninni sem neminn gaf mér :) :) svo ég vitni nú beint í hana " hún er bara yndisleg manneskja...." hvað er hægt að fá það betra??? alltaf gott að fá eitthvað jákvætt inn í líf sitt og ekki síst hrós. Nú er framundan massavinna við undirbúning aðventuboðsins ógurlega sem er á sunnudaginn. Búin að elda kjötið sem bera á fram kalt og kaupa slatta af hinu og þessu gúmmulaðinu. Á morgun er síðan höfuðverkurinn að koma þessu smekklega á föt ;) mín elskulega systir ætlar síðan að skreyta þetta eftir öllum kúnstarinnar reglum. Verður gasalega huggulegt hjá okkur, ekki spurning. Var klára að setja upp slangur af jóladóti, alltaf vinalegt að sjá gamla kunningja koma upp úr kössunum. Þetta fer nú að verða 2 vasaklúta blogg, er svo hugljúft eitthvað. hehehehe.........

Skandall að missa af hámó á mánudaginn síðasta. Við fengum einhverja skrattans upp og niðurpest með tilheyrandi veseni og erum samviskusamlega búin að dreifa henni meðal vina okkar. Spurning hvort þeir séu vinir okkar ennþá.... hummmm... vonum það besta. Bæ ðe vei í þessu vinasamhengi .... lennti í skemmtilegu atviki í vikunni, fengum tvo vini okkar í heimsókn og fór mestur tíminn í að ræða um rómantík. Verð að viðurkenna að það var sérstök upplifun að sitja með þremur karlmönnum og ræða slíkt málefni. Að sjálfsögðu komu upp margar kenningar um hvað rómantík sé og hvernig hún birtist... of langt mál til að fara yfir hérna..... Þeir koma á óvart þessar elskur og kann ég þeim hinar bestu þakkir fyrir skemmtilega kvöldstund.

Þetta er búin að vera afmælisvika mikil. Svanur mágur varð eldgamall á þriðjudag, Steinka síung á miðvikudag og síðan í dag föstudag eiga þrjár merkismanneskjur sem mikil áhrif hafa haft á líf mitt afmæli, það eru þau Bjössi bró, Elísa og Tóta. Til hamingju öll sem eitt.

Verð með uppdeit á framkvæmdir og frammistöðu boðshalds eftir helgina.... farið varlega í jólaundirbúningnum og hafið gleðina við völd.

3 Comments:

At 9:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jæja "yndislega" Guðbjörg mín ;-) þá er maður kominn heim í tjúttið (aka verkefni og próflestur). Get nú ekki sagt annað en að ég sakni "nærveru" þinnar ;-). Vona að aðgerðin gangi vel og það þú hafir nóg af SUDOKU til að leysa (sérðu ekki örugglega eftir aðgerðina????.....hehehe). Ég stend í ströngu hér sem siðgæðisvörður dóttur í strákaafmælum, og verður EKKERT gefið eftir ;-)
Bestu kveðjur til Gests og iPod (verð alveg að ná mér í mann sem að getur gefið mér iPod ;-)

 
At 9:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

....já þetta var sem sagt Stína sem að var svona mikill dóni að kvitta ekki undir (huhummmm)

 
At 9:04 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

o takk takk Stína mín :)
þín er sárt saknað í Geysi sem og hjá mér :) gangi þér vel í prófadótinu. Er rétt að stelast í tölvuna, má ekkert nota augað en þú kjaftar ekkert frá er það????? stattu þig stelpa í siðgæðisvarðastöðunni, Salka er efnileg í strákadeildinni.
kveðja Guðbjörg

 

Skrifa ummæli

<< Home