sunnudagur, desember 04, 2005

klikkun

það er nokkuð ljóst að ég yrði fljótlega flutt á geðsjúkrahús í spennitreyju ef ég þyrfti að gerast heimavinnandi húsmóðir. Ó mæ god!!!! er búin að vera heima síðan á miðvikudag og er að missa mig, en það er jú kannski vegna þess einna helst svo ég setji þetta í eins langa setningu og hægt er að ég get ekki gert hvað sem mér dettur í hug. Undarlegt svo þegar mar er að mæta í vinnuna alla virka daga þá vorkennir maður sjálfum sér alveg heilan helling að þurfa að vakna svo "eldsnemma" hummmmmmmm þetta stemmir engan veginn.
best að hugsa aðeins um þetta í nokkra daga og reyna að komast að niðurstöðu um hversu klikkaður maður er nú eða heilbrigður eða eða eða mætti halda að ég væri vog en ekki naut.

2 Comments:

At 12:28 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

reyndu .. já reyndu að njóta frísins... veit þú situr ekki iðjulaus!!! vonandi gengur allt vel;)

 
At 11:01 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það er svo margt hægt að gera.
1 liggja í rúminu allan daginn og gera ekki neitt.
2. Kíkja i kaffi. já ég veit það er aldrei neitt heima en ég er t.d heima.
3. flækjast í föndurbúðir, blómabúðir.
4. föndra og föndra.
5. Þrífa og svoleiðis skemmtilegt.

sirrý

 

Skrifa ummæli

<< Home