mánudagur, janúar 02, 2006

gleði í ársbyrjun

Gleðilegt ár allir saman og kærar þakkir fyrir liðnar stundir í gleði og sorg, jakkk er þetta ekki bara alveg hæfilega væmið??? prófum aftur!!! Gleðilegt ár og takk fyrir samverustundirnar á liðnu ári. Já þetta var meira í mínum anda. Þarf aðeins að vinna í mússssí stöffinu og þessháttar á árinu 2006. Við erum búnin að eiga ánægjulegar stundir yfir hátíðirnar, jafnvel þótt Emma öfugsnúna hafi heimsótt mig á Gamlársdag, ja svei mér þá ef Gyða Sól kíkti ekki bara við lika. Gamlársdagur og nýjársdagur eru tveir leiðinlegustu dagarnir á árinu í mínu lífi.
Um áramótin spurði Gestur sem flesta hvað stæði upp úr á líðandi ári og svörin voru að skemmtileg. Mismunandi áherslur hjá ólíkum einstaklingum. Í mínum huga er topp 10 listinn:
1. sjónlagsaðgerðin
2. að mágkona mín sé laus við krabbann
3. ævintýrið í kringum U2 tónleikana
4. sitja Sval á hörðum sandfjörum í Hjörseyjarferðinni
5. fjórhjólaferð
6. survæfa kjakferð
7. kaupin á Prinz og samningaviðræður okkar þegar ég var fyrst að prófa hann
8. taka ákvörðun um að skipta um vinnu
9. hjálpi mér hvernig get ég gleymt því!!!! seldi gamla minn
10.barnafjölgun allt í kringum mig

margt gott og skemmtilegt gerst greinilega á árinu, mikið aktvítets ár og stefnir í annað slíkt.

segjum þetta gott í bili, ritandinn yfirgaf mig.......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home