miðvikudagur, janúar 18, 2006

allt og ekkert!!!!

mikið rosalega er ég glöð með þennan snjó, mín mesta sorg þessa dagana er að snjórinn er að hverfa. Ég fíla að hafa birtuna og hreinleikann sem fylgir snjónum!!!! verð þunglynd að hugsa um alla rigninguna og rokið sem er búin að vera síðustu mánuði. Só ég skora á veðurguðina að halda snjónum eitthvað áfram.
Bóndadagurinn er á föstudaginn, svo hin órómantíska og hugmyndasnauða ég þarf að fara að leggja höfuðið í bleyti og hugsa upp eitthvað skemmtilegt fyrir minn ekta sambýlismann. Bóndadagur = þorri byrjar, með tilheyrandi þjóðlegu fæði og þorrablótum. Við höldum í hefðirnar og förum á tvö blót þetta árið og eigum von á mikilli skemmtun með skemmtilegu fólki.
Annars gengur lífið sinn vanagang, vinna, sofa, borða, hreyfa sig...... ekki endilega í þessari röð samt. Ætti kannski að vera sofa, borða, vinna og hreyfa sig. Fyrsti hámó ársins var í síðustu viku. Smelltum okkur í sveitina til Bergþóru og skoðuðum nýju heimkynni hennar og Gunnars. Skemmtilegt það. Spurning hvort annar hámó verði áður en fjölgun verður hjá tveimur hámófélögum, kemur í ljós, kemur í ljós.
Er einhver tryggur lesandi sem hefur sé Carmen???? í Borgarleikhúsinu. Ef svo er hvernig var?? Mig langar að sjá en dómarnir eru lélegir svo endilega látið í ykkur heyra.

3 Comments:

At 9:01 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mikið er ég samála þér með snjóinn, maður er bara búin að vera skæl brosandi bara við að líta út um gluggan, svona á Íslenskur vetur að vera .. en nei ekki enntist þetta lengi :(

Ég er að fara að sjá Carmen 4. feb ég skal láta þig vita hvernig var .. ef þú nennir að bíða þangaði til ;)

 
At 5:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

reyni mitt besta sko, fer örugglega ekki fyrr en eftir þann tíma :) þolinmæði er víst ekki mín sterkasta hlið skilst mér.
kveðja
Guðbjörg

 
At 1:41 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

elsku stelpan
Já ég ætti bara að skammast mín fyrir það að hafa ekki band :-/ En það er ekki mín sterkasta hlið og ég veit af henni, kannski ég setji það á næsta markmiðsblað bara :-)
En hvað er að frétta af þér? Áttu ekki að vera á Indlandi kona góð? og hvernig er sjónin, ertu komin niður í 2?

En ég sakna þín voðalega og verð að halda bandi við þig - já þetta er barasta komið inn í íhlutunaráætlun (hún er að standa sig núna stelpan ;-)
Hafðu það gott ljúfan, ég sendi bestu kveðjur í Kópavoginn, þarna þar sem að gott er að búa ;-)
Stína nemagrey

 

Skrifa ummæli

<< Home