sunnudagur, mars 26, 2006

hafís og harðindi

hafís og harðindi virðast vera lykilorðin á Íslandi í dag :) enda ekki skrýtið þar sem það telst vera vetur, ekki seinna vænna að drífa í smá kulda. Ekki hægt að segja að það sé vont veður samt sko. Hef nánast ekkert farið á hestbak bara hreinlega vegna kuldaleti, dreif mig samt í gær í æðisgengnu veðri og Strákur lék við hvurn sinn fingur af gleði yfir að fara út að skokka með mér.
Bumbubúum í kringum okkur fjölgar, fengum einmitt fréttir af einum enn í gær. Greinilegt að Íslendingum fækkar ekki þetta árið hehehehe......
Sylvía Nótt búin að gefa út Eurovision útgáfuna af sínum verðlaunasmelli :) gengi íslensku krónunnar óhagstætt, við búin að kaupa okkur vikuferð til Spánar 22. apríl, Indland komið í salt og sumarfrí 17. júlí til 8. ágúst, já allt að gerast á Íslandinu góða .... það verða lokaorð pistilsins í dag

1 Comments:

At 3:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já það hefur sko verið kallt á landinu síðustu daga en veðrið alveg svakalega fallegt.
Mér fannst upprunalega lagið flottara en kannski er það betra svona veit ekki.

Hér liggja öll börn í flensu sem við vonum að við lostnum við sem fyrst.

Farðu vel með þig

 

Skrifa ummæli

<< Home