miðvikudagur, maí 10, 2006

talnaspá

Þessar merku upplýsingar lét ég búa til fyrir mig á síðunni www.zedrus.is, endilega kíkið á hana.

Persónutala: 6
Þetta er tala tryggðar og hollustu. Hún orkar sem hemill á þá, sem eru hvikulir í ástum, og eflir heimilisrækt og staðfestu hins heimakæra manns. Hún stuðlar að hugsunarsemi gagnvart skyldmennum og þeir, sem eru undir áhrifum hennar, eignast marga sanna vini, því að þeir eru bæði hjálpsamir og nærgætinir. Þótt talan 6 sé ekki fyrst og fremst tala gleðinnar, þá stuðlar hún þó að rósömu félagslyndi. Þeir, sem eru undir áhrifum hennar, verða mjög elskuleg foreldri, því að hún er tala tryggðarinnar og hins óeigingjarna kærleika. Yfirleitt hefir hún heilavænleg áhrif á hjónabönd.

Köllunartala: 6
Þetta er hið kjörna tala húsmóðurinnar. Þessi tala stuðlar að heiðarlegri og trúrri þjónustu. Hún hjálpar öllum, sem gegna ábyrgðarmiklum trúnaðarstörfum, er varðar líf og velferð annarra. Hún er því kjörin köllunartala fyrir hjúkrunarkonur, trúboða og embættismenn félagsmála. Hún styður að áreiðanleika og eykur því framamöguleika þeirra, sem gegna störfum, er krefjast ákveðni og trausts.

Örlagartala: 7
Þessi tala hæfir best þeim, sem alltaf keppa að fullkomnun á öllum sviðum. Það er ekki auðvelt að gera þeim til geðs, og þeir eru þar af leiðandi oft óhagsýnir, sökum þess að þeir sætta sig ekki við neitt, sem ekki er fullkomið út í æsar. Þegar þeir, sem ekki eru eins nákvæmir, láta tilleiðast að slá af hugsjónum sínum, vilja þeir, sem talan 7 á best við, heldur vera án þess er þeir óska, en að reyna að ná því sem náð veður. Þetta fólk er gefið fyrir einveru og kyrrð og ver miklum tíma til þess að hugsa. Talan 7 á samt sem áður ekki við framtakssamt og fjörmikið fólk.

Andlegatala: 2
Þetta er tala hins umburðalynda manns. Kjörorð hans er “Lifðu og lofaðu öðrum að lifa”, og það má gera ráð fyrir, að hann hugsi um sjálfan sig, en treysti öðrum, sem traust verðskulda. Hann er mjög hjálpfús að eðlisfari og samvinnuþýður, en laus við drottnunargirni. Þó er einn galli á gjöf Njarðar. Honum hættir til að láta sér sjást yfir mikla galla, og hann á það til að taka of hart á smámunum. Hann verðrur að gæta sín við óþolinmæði og smámunasemi, þegar heppilegra væri að láta sig lítilfjörleg ágalla engu skipta. Að sjálfsögðu geta tölurnar í nafninu breytt þessum skapeinkennum, en þau eru eigi að síður til í eðli hans.

Dulartala: 30
Einhver af hinu kyninu, sem þú kynnist, mun hafa mikilvæg áhrif á baráttu þína til þess að ná markinu. Þessi persóna er nokkuð eldri en þú og það má vera að um vináttu, en ekki ást, sé að ræða ykkar á milli. Þú nærð ekki marki þínu fyrr en fundum ykkar hefir borið saman.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home