mánudagur, júlí 17, 2006

stutt

svona áður en Bjargey kvartar aftur undan bloggleti minni þá ákvað ég að smella inn nokkrum línum. Fyrsti dagur í sumarfríi er einmitt í dag og við syngjum saman lag... eða þannig. Sumarfríið verður án efa fljótt að líða og þá taka við 6 vikur í vinnu áður en næsta verkefni tekur við. Við erum í sveitinni, Gestur er á fullu í heyskapnum með familíunni minni, ansi undarlegt að vera bara á hliðarlínunni, ekki beint vön því. En það hlýtur að lærast eins og annað í þessum heimi. Nú er orðið bílfært inn á lóðina okkar jibbbbbbbý jei..... enda þarf að slá þennan flöt líka eins og önnur tún. Stærðin er svo gífurleg að það hljóta að koma amk 10 rúllur af þessu hehehehe..... segi það nú kannski ekki alveg. Ekki er alveg fastsett hvað við tökum okkur fyrir hendur í fríinu, en hugsanlega fer Gestur til margumrædds Indlands í næstu viku og verður þar í 10 daga í 40-50° hita... mér verður nú bara óglatt við tilhugsunina um hitann.

until next time :) njótið veðurblíðunnar sem Íslandið býður upp á þessa dagana...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home