laugardagur, júlí 29, 2006

Ráðskona í sveit

Mitt aðalstarf þessa dagana er að vera ráðskona í sveit. Ekki mikil né flókin vinna þar sem við erum tvær í heimili + hundur. Foreldrarnir farnir á flakk um landið og Gestur í Chennai. Eftir langt og strangt ferðalag hjá Gesti og co komust þau loks á áfangastað í morgun og vonandi öll flugævintýri á enda. Vorum einmitt að djóka með það í gærkvöldi hvaða dag þau kæmu til baka til Íslands!!!!! Þau eru sumsé væntanleg á fimmtudagskvöld en spurning hvað verður......... lítið annað að gera en bíða og sjá. Ásgeir og Aníta eru búsett í Chennai og eru þau í því að "gæda" ferðalangana um borgina og trúlega eitthvað út fyrir hana líka, auk þess að lána þeim bílinn og bílstjórann sinn. Mér skilst að ferðalangarnir séu í hálfgerðu menningarsjokki .... og varla búin að jafna sig enn, margt að sjá og upplifa. Fólksmergðin gífurleg og umferðin stórhættuleg gestum og gangandi :)

Nú er ekki nema ein vinnuvika eftir af sumarfríinu og mér hálfkvíður nú bara fyrir að fara að vinna aftur. Snúa sólarhringnum við og komast aftur í rútínu, líður án efa fljótt hjá og þessar síðustu sex vinnuvikur munu líða hjá á örskotsstundu.

2 Comments:

At 5:08 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

hae hae fra indlandi
her er margt ad upplifa og sja, margar ferdasogur til ad segja fra,
hlakka til ad sja thig\ykkur :)
kvedja
Gestur

 
At 11:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hæ hæ heyrðu frænka hef ekki hitt þig lengi lengi á msn, Nú fer að stittast í stelpuna hehe held að þetta sé strákur en ég hef bara alltaf rangt fyrir mér þessa dagana og vildi segja þér að ég á góðan bílstól og skiptiborð sem ég vill selja fyrir lítin pening.

Bið að heylsa öllum og hafðu það gott í sveitinni

 

Skrifa ummæli

<< Home