miðvikudagur, júlí 26, 2006

titillaust

Fátt merkilegt hefur á daga okkar hjúa borið síðan síðasta færsla var gerð. Veðrið hefur verið með hreinustu ágætum..... heheheheh týpiskt íslenskt umræðuefni hvar sem komið er!!!! merkilegt. Erum við svona treg í munnlegum samskiptum við fólk að við vindum okkur strax í veðurumræður því þær eru tiltölulega save??? eða hvað er þetta??? Sumarfríið strax hálfnað, áður en maður hefur svo mikið sem snúið sér heilan hring, sem er kannski ekki undarlegt bæði þar sem ég er dugleg að stækka á þverveginn og heilmikill tími hefur farið í að gera hreinlega ekki neitt. Gestur hefur hins vegar verið að dunda sér við að laga til í vinnuherbergi sínu. Hann smellti sér í veiði um helgina í Sogið með veiðifélagi fjölskyldu sinnar, en ekki var aflinn mikill. Hreinlega var ekki kvikindi að sjá, eini fiskurinn sem sást var ýsan í Fish&chips sem Svanur keypti sér í matinn í Þrastarlundi. Og ekki var sú ýsa úr Soginu eins og gefur að skilja. Á morgun er ég að fara í útlegð í sveitina og verð þar í viku, Gestur og co eru að fljúga út til India spindia...... loksins komið að því. Verður án efa skemmtilegt hjá þeim. Verslunarmannahelgin verður síðan brúkuð til árlegrar hestaferðar Capteinsflatar, að vísu fæ ég ekkert hross þetta árið heldur mun ég ferðast á pajero með mínum ektamanni. Verður án efa skemmtilegt eins og alltaf þegar þessi hópur leggur af stað.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home