það er komi ðsumar og sól í heiði skín :) eða næstum því
Best að herða upp hugann og láta eitt blogg vaða. Ágætis helgi að baki og við tekur síðasta vinnuvika mín sem útivinnandi kvinna næstu sjö mánuði. Það verður að segjast að tilhugsunin er mjög skrýtinn, en án efa verður meira en nóg að gera að annast væntanlegan erfingja og læra á nýtt líf með nýjum hlutverkum. Ekki nema þrjár vikur eftir af þessu lífi og lífsmynstri, fljótt að líða.
Haustið að smella á með tilheyrandi rigningarslagveðri eins og þeir fengu að finna félagarnir sem fóru í fjórhjólaferð í Skorradalnum í dag. Ég get svo svarið það að ég var ekkert betri en öfundsjúki asninn þegar Gestur fór í morgun og ekki minna öfundsjúk þegar hann kom heim í dag og sagði mér frá ferðinni. Þeir fóru vítt og breitt, upp Dragann, inn í Grafardal og niður Skorradalinn, þrælmagnað alveg. Halli kærleiksbjörn var fararstjóri og hefur án efa getað miðlað kærlegum upplýsingum til ferðalanga :) Ég fékk fjórhjólaferð í afmælisgjöf í vor og er ekki farinn ennþá, stefni á vorið eða sumarið, ó mæ god hvað það verður geggjað.
Við stefnum svo að sjálfsögðu á að fara í Hítardalsrétt á mánudag eftir viku svo framarlega að bumbubúinn samþykki það. Alveg ómissandi að komast í réttirnar og ekki seinna vænna en að venja viðkomandi við.
Síðasta vika er búin að vera vika gesta og gangandi, mamma kom og var hjá okkur í þrjá daga sem var alveg frábært, já og pabbi kom og hélt áfram að vinna á baðherberginu, sem bæ ðe vei er nánast búið. Steinka og Sæmundur kíktu við á leið þeirra til Slóveníu, Helga og Ásbjörn voru á bæjarþvælingi sem og Bjargey og Jón. Svei mér þá hafa ekki svona margir komið óvænt í heimsókn til okkar á einni viku síðan við fluttum í hjallann.
Jæja Árni nú er bara að bíða þolinmóður í tvo mánuði eftir næsta bloggi og kvitta þá í leiðinni í gestabókina :) :)
2 Comments:
hæ .. spennandi tímar framundan:) pínu öfund.. finnst það vera dáldið langt í síðustu vikuna hérna megin..
Þú veist það frænka að þolinmæði er ekki mína sterkasta hlið, frekar en þín.
Svo ef þú ert ekkert að fara að gera næstu 7. mánuðina þá ættirðu að hafa nægan tíma til að blogga.
Kv. frá Árósum Árni Guð.
Skrifa ummæli
<< Home