fimmtudagur, október 26, 2006

sveitaferð

Við erum komin heim aftur eftir góða ferð í sveitina. Afskaplega gott að breyta aðeins um umhverfi og ekki sakar að geta montað sig af flottri prinsessu.
Ekki er seinna vænna en að kenna dömunni sveitastörf, svo við smelltum okkur með að reka kindurnar inn. Daman fékk reyndar bara að vera í bílnum með móður sinni, ja amk átti móðirin að vera kyrr í bílnum og ekki fara út nema í augnablik til að standa fyrir en eitthvað gleymdi hún sér og stökk út og ætlaði að hindra brottför kinda sem voru að fara í öfuga átt. En þrátt fyrir mikin vilja minn, hlaup að vísu ekki mjög hratt, öskur og stökk yfir skurð (að vísu var hann ekki mjög stór en eitt augnablik hélt ég samt að ég myndi ekki drífa yfir og eitt augnablik hugsaði ég líka andsk.... hvernig fara saumarnir nú.... en það leið fljótt hjá og ég hélt áfram) var einlægur brotavilji kindanna það mikill að þær komust fram hjá mér og karli föður mínum sem kom á harðahlaupum. En með lagni, "þolinmæði" , hlaupum um víðan völl og slatta af hótunum af hálfu mömmu og Kristjönu ákváðu þær nú loksins að gefa sig. Ótrúlegt hvað sauðfé getur verið þrjóskt!!!!!!!!!!!!!

Dagskipulagið er hins vegar hundleiðinlegt, sumsé að taka til í skápum til að föt og dót sem tilheyrir prinsessunni komist fyrir + almenn tiltekt á heimilinu.... ég hef alltaf verið afskaplega dugleg að finna mér allt annað að gera áður en ég hef mig af stað í svona heimilistörf. Löngu búin að ákveða að þegar ég verð stór þá ætla ég að fá konu/mann einu sinni í viku til að þrífa íbúðina og skipta um á rúmunum. Ó mæ god hvað ég held það væri ljúft að koma heim í hreint hús í hverri viku :)

3 Comments:

At 3:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ef þú rekst einhversstaðar á svona 2fyrir1 auglýsingu á þriffólki skal ég glöð taka annað :) Mér hefur líka alltaf leiðst að taka til en hélt að það væri bara af því að ég væri að vinna og gera svo mikið annað, ef ég fengi bara tíma til að gera ekkert annað en taka til þá væri ég góð í því. Annað hefur nú komið á daginn, nú er ég búin að vera heima í 9 mánuði, meðal annars til að taka til en ég get nú ekki hrósað ástandinu :(

 
At 3:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ég líka, ég líka..... þegar ég verð orðin stór

 
At 4:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Oh hvað ég er sammála ykkur með heimilistörfin, þau eru ekki alveg fyrir mig.
Ég stefni einmitt líka á að fá mér heimilishjálp, bara spuningu um hvenær fjármálin leifa það, maður er nú einu sinni fátækur námsmaður, eða svona næstum því.

Kv. frá DK
Brynja og co

 

Skrifa ummæli

<< Home