fimmtudagur, nóvember 23, 2006

seinkun á seinkun ofan

Við mæðgur erum komnar heim eftir ljúfa dvöl í sveitinni og bíðum spenntar eftir að fá karlmann heimilisins heim frá Prag. Hann átti flug kl 11 í morgun en þá varð bilun í flugvélinni og þá var næst tilkynnt flug kl 15, þegar fór að líða að því þá var seinkað til 19 og síðan þegar fór að líða að því þá var tilkynnt að látið yrði vita kl 21 hvenær hugsanlega eftilvill kannski verði flogið. Hver kannast ekki við svona dæmi????? og kemur svo sem ekki á óvart þegar Gestur er á ferðalagi, það gengur sjaldnast alveg eins og áætlun segir til um. Vona bara að hann verði komin heim fyrir skírn þann 2. des..... Talandi um skírn þá vorum við í einni slíkri um síðustu helgi þegar Óskar Smári Davíðsson var skírður núna á laugardag er okkur boðið í skírn já ......... Bogadóttur og síðan verður okkar ungfrú skírð 2. des svo eins og glöggir lesendur sjá þá er brjálað að gera hjá okkur í veislum. Eins gott að fara að hrista ajaxbrúsann og sjá hvort allt verði ekki spegilgljáandi eins og í auglýsingunum :) sem og klára að búa til boðskortin sem áttu að vera farin í póst fyrir einhverjum dögum og og og og og ....... segi ekki meir í bili

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home