miðvikudagur, nóvember 01, 2006

nýr mánuður

jæja þá er næst síðasti mánuður ársins runninn upp bjartur og fagur hehehheehe..... amk verður hann fljótur að líða eins og allir hinir. Mér finnst afskaplega stutt síðan daman kom í heiminn en það eru víst 3 vikur síðan, en hvert þær fóru hef ég ekki hugmynd um og jólin hinu megin við hornið.

Við erum búin að setja inn myndir af dömunni á myndasíðuna okkar, albúmið er læst. Ég gerði heiðarlega tilraun áðan til að senda tölvupóst til ættingja og vina með upplýsingum um login og password en sá póstur komst ekki til skila til allra virðist vera. Svo ég gerði aðra tilraun og hún var eitthvað flippuð líka, þannig að þeir sem hafa áhuga á fá aðgang að myndunum og fengu ekki póst endilega senda mér póst á netfangið gudbjorg@svaka.net.

Hámó var haldin hátíðlegur í hjallanum í gærkvöldi, frábært að fá dömurnar í heimsók, takk fyrir það allt saman. Ein voða bráðlát hérna, er strax farin að spá í hvar og hvenær næst :) :) já eins og allir vita er þolinmæði ekki mín sterkasta hlið í lífinu.

5 Comments:

At 8:39 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

...styð þetta með hámó fljótlega aftur, þurfum allavega að ná einum fyrir release hjá Stínu

 
At 10:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ já samþykk því;) býð fram Mánagötu í næsta hámó.. seinnipart nóvembermánaðar;) kannski mán 20.??? sendi póst síðar.. Knúsaði litlu dúlluna frá mér.. hún er algjört yndi!

 
At 12:40 f.h., Blogger merkileg said...

hljómar vel með 20. nóv, smelli því calender hjá mér því ekki man ég fyrir horn. Knúsa hana í bak og fyrir þessa elsku

 
At 1:44 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með mánaðarafmælið músin mín, ætla foreldrar þínir ekkert að fara að skíra þig hvernig er það??? Ætla þau bara að láta leiðindagælunefni festast við þig??? ekki það að Dúlla og Lilla eru örugglega samþykkt af mannanafnanefnd.....

 
At 11:57 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

:) takk takk mæðgur, ég skila þessu til dömunnar. Foreldraeiningin hennar er búin að ákveða skírn 2. des svo það styttist amk og meira að segja líka búin að ákveða nafn.....

kv. Guðbjörg

 

Skrifa ummæli

<< Home