mánudagur, nóvember 13, 2006

fréttaskot

Mikil bloggleti eða blogglægð hefur hrjáð mig síðustu daga eða sko marga síðustu daga. Ekki svo sem margt fréttnæmt gerst hér á bæ síðan síðast. En alla vega þá fórum við mæðgur með ma og pa í sveitina á miðvikudag og áttum þar náðuga daga, Gestur kom svo vestur á fimmtudagskveld :) gat að sjálfsögðu ekki verið án okkar lengur, við erum svo frábærar. Komum svo heim í gærkvöldi, drifum okkur áður en óveðrið ógurlega kæmi sem kom svo aldrei amk ekki í Kópavogi. Einhver fjári hefur gerst á meðan við vorum fjarverandi, því skápurinn undir vasknum var á floti og skúffa við hliðina. Skápurinn orðin gegnsósa, skakkur og skældur. Skemmtilegt það. við finnum hvergi neinn leka eða neitt slíkt, dularfullt og það í mannlausri íbúðinni.

Gestur ætlar að leggja land undir fót og smella sér til Prag eftir viku og vera þar í 4 daga, að sjálfsögðu ætlum við mæðgur að fara aftur í sveitasæluna okkar og vera þar á meðan. Svo er farið að styttast í skírn heimasætunnar. Búið að ákveða að hafa þann viðburð 2. des í Seljakirkju, erfiðast er að setja saman gestalistann. Við eigum bæði stórar fjölskyldur og það er bara massaerfitt að skera niður fjöldann, stefnir í að boðsgestir verði 50, jebbbedí jebbb sem er nú bara slatti. Eins gott að fara að skvetta höndunum fram úr ermunum og hefjast handa við undirbúning og skipulag.

p.s. var að setja inn myndir á myndasíðuna

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home