laugardagur, desember 02, 2006

22 dagar til jóla

22 dagar til jóla. Ég held ég sé í nettri afneitun með þetta mál það er nefnilega svo stutt frá síðustu jólum. En ekki lýgur mogginn og þar stendur skírum stöfum 22 DAGAR TIL JÓLA. Ekki er nú afneitunin meiri en svo að ég er búin að setja upp fullt af jóladóti sem er yndislegt og sífellt fjölgar jólaljósum í næstu blokkum.
En þá að aðalmáli dagsins :) daman er búin að fá nafn og líka búið að skíra hana, Unnur Lilja heitir hún. Hún var skírð í Seljakirkju af séra Bolla, mjög fín athöfn hjá honum. Fengum Evu Hrönn vinkonu Gests til að syngja einsöng í kirkjunni, ó mæ ó mæ mar fékk smá "kvef" þegar hún söng þú er yndið mitt yngst og besta, mar er svoddan mús!!!! Hún syngur svaðalega vel, mæli með henni sem söngkvinnu við hin ýmsu tækifæri. Eftir athöfnina buðum við til átveislu mikla og nú liggur mar afvelta af ofáti samkvæmt venju þar sem mikið er af góðum mat. Skrýtið að vera orðin foreldri, það þýðir trúlega að mar sé orðin fullorðinn. En hvað þýðir orðið fullorðinn?? er mar orðin fullur?? og þá af hverju?? skrýtið orð hafið þið einhvern tíman pælt í því? en það eru svo sem til fullt af skrýtum orðum í íslensku.

Myndir úr skírninni er í myndaalbúmi Unnar á netinu.

6 Comments:

At 11:26 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ,
Til hamingju með nafnið á prinsessunni! Afar fallegt nafn og ég trúi að það séu tvær stoltar konur hérna í nágrenninu núna!
Má til með að koma með komment á fullorðna talið þitt ;-) hún sameiginleg frænka okkar Guðrún Sara skýrði þetta allt út fyrir mér fyrir nokkrum árum! Hún sagði mér að ég væri bara krakki því ég ætti engin börn, maður yrði ekki fullorðinn fyrr en maður ættti börn....svo samkvæmt þessu ert þú fullorðin en ég bara krakki ;-)

kveðja úr Borgarnesinu
Dóra

 
At 1:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

rifjast einmitt upp fyrir mér núna útskýring Guðrúnar Söru :) man mér fannst þetta algjör snilld. Ójá þær eru afskaplega ánægðar með nafnið á dömunni sem og með dömuna

kv. Guðbjörg

 
At 4:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ, hæ :)

Innilega til hamingju fullorðna fólk með nafnið á prinsessunni. Mjög fallegt nafn, hljómar vel og ég er viss um að sú stutta er mjög ánægð.

Bestu kveðjur,
Svana

 
At 6:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Halló kæra fjölskylda og til hamingju með nafnið á litlu prinsessunni, fallegt nafn. Bestu kveðjur frá okkur þremur í danaveldi, Elísa, Þórður og Snæbjörn.

 
At 1:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Unnur Lilja :D Það er alveg brilljant og bjútífúl!!! Mjög vel valið nafn hjá ykkur :)´
Fullorðin/krakki:
Skv. skilgreiningunni "að maður sé krakki þar til maður eignast BÖRN" þá hljótum við að vera krakkar enn mín kæra þar sem hvor okkar um sig á bara barn (í eintölu) ;) Smá útúrsnúningur.
Kv. Eva Rós

 
At 6:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mjög fallegt nafn sem að skvísan hefur fengið. Til hamingju með það.

Þetta með að vera fullorðin, hmmm..
sko ég hlýt þá að vera orðin fullorðin, þar sem ég á 3 börn, en samt er ég bara 18, skrítið :)
En já það er mjög mikið af skrítnum orðum í íslensku, eins og t.d. vettlingar! en það ætti að sjálfsögðu að vera handklæði.

en allavega, bestu kveðjur frá DK
Brynja og hinir grísirnir ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home