fimmtudagur, desember 07, 2006

www.mannanofn.com

á mínum daglega fæðingarorlofsbloggrúnti rakst ég á þennan snilldar link
www.mannanofn.com (einhverrahlutavegnagetégekkigertþessaslóðaðhyperlinkogþaðpirrarmighelling) og ákvað að stela honum á þessum vef er hægt að slá inn nafninu sínu og sjá hvað það þýðir sbr. Guðbjörg
"Nafn þetta er myndað af forliðnum "Guð" sem merkir guð, - goð og viðliðnum "björg" sem merkir hjálp." snilld :) amk ef mar hefur ekkert þarfara að gera við tíma sinn.

Unnur Lilja dafnar vel og stækkar á ógnarhraða, mikið að flýta sér að verða stór blessunin og heldur ansi oft að hún sé eldri en hún er!! Eigum tíma í ungbarnaeftirlitinu á föstudag, hlakka til að fá nýjustu stærðartölur af henni

1 Comments:

At 9:09 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með dótturina :) alger rúsína :):)
Bestu kveðjur frá Svíþjóð

Jófríður

 

Skrifa ummæli

<< Home