laugardagur, desember 16, 2006

snilld

Get bara ekki orða bundist... ég var að lesa moggann sem er ekki í frásögur færandi nema hvað. Ég rak augun í lesendabréf þar sem kona eins segir ekki farir sínar sléttar af Heklu hf. Hún hafði sumsé keypt sér þvottavél af Heklu hf fyrir einhverju síðan og vélarskrattin hafði bilað og hún fór með hana í viðgerð svona eins og vaninn er í slíkum tilvikum. Viðgerðarmaðurinn sagði henni þegar hún sótti vélina að hún mætti ekki þvo óhreinan þvott!!! mar spyr sig til hvers eru þvottavélar ef ekki til að þvo óhreinan þvott?????

1 Comments:

At 2:39 e.h., Blogger Milla said...

hæ hæ er enn að spá í þessu með hvað þýðir "fullorðinn"?? Skil þetta ekki alveg, hvað orðinn fullur af hverju já?? fullur af visku, þroska, kærleika, vinnu....ætli það séu ekki til einhverjar leiðbeiningar um þetta? Ef þið hafið rekist á einhverjar, endilega látið mig vita, ég er nebblega ekki einu sinni viss um hvort ég sé orðinn fullorðinn eða hvaÐ??? Mar spyr sig?

 

Skrifa ummæli

<< Home