miðvikudagur, janúar 10, 2007

annáll 2006

Betra er seint en aldrei segir máltækið svo ég ætla að smella hér inn stuttum atburða annál fyrir 2006 úr lífi familíunnar í Engihjallanum sem og ósk um gleðilegt ár :)

Janúar
: undirbúningur fyrir Indlandferð með sprautum og bið eftir vegabréfum sem skiluðu sér til Íslands óárituð eftir gott ferðalag til Noregs. Já til að fá vegabréfsáritun til Indlands þarf að senda vegabréfið með allskonar seremóníum til Noregs. Ég byrjaði formlega í vinnu hjá Gigtarfélaginu. Fyrsta hámóbarnið fæddist. Bergþóra og Gunnar eignuðust þessa flottu prinsessu.
Febrúar: Indlandsferð afbókuð í bili amk fyrir Guðbjörg þar sem í ljós kom bumbubúi var sestur að. Strákur og Prinz teknir í hús, járnaðir og brúkaðir eins og veður og nenna leyfðu. Hámóbarn tvö, Sandra og Brynjólfur eignuðust prins.
Mars: afmæli Gests, hann heldur alltaf upp á afmælið sitt og býður systkinum sínum og mútter til veislu.
Apríl: skruppum til Spánar með don Svan og familí, við vorum þar í viku og þau í tvær vikur. Strákur flutti yfir í hesthúsið til Grjetars og fengin var einkaþjálfari fyrir Prinz þar sem ég var frekar þung á mér að komast á bak honum. Þar með var útreiðum lokið í bili.
Maí: hummmmm man svo sem ekki eftir neinu, jú Unnur útskrifaðist sem leikskólakennari.
Júní: hófust framkvæmdir í Nátthaga fyrir væntanlegt sumarhús okkar :)
Júlí: sumarfrí!!!!!!! Gestur fór með ma sinni og Möggu til Indlands en ég og bumbubúin höfðum það huggulegt í sveitinni hjá Kristjönu.
Ágúst: Gestur fór sem trúss í árlega hestaferð Kapteinana, sem ég missti af vegna veikinda. Unnur og Bogi eignuðust prinsessu.
September: hætti að vinna, við smelltum okkur í réttirnar. Síðan fór smá tími í að bíða eftir að ungfrúnni þóknaðist að fæðast :)
Október: biðin eftir barninu tók enda, ákveðið var að smella fæðingu af stað og fæddist þessi fína stelpa 10. okt. Afgangurinn af mánuðinum sem og meiri tími fór í að fatta að við ættum þessa fínu stelpu. Davíð og Eva eignuðust strák og Anna og Sammi líka, sama daginn meira að segja.
Nóvember: Gestur fór til Prag í 4 daga. Þar fyrir utan var foreldrahlutverkið æft dag og nótt!!!!! Agnes og Bárður eignuðust strák.
Desember: Unnur Lilja skírð 2. des og haldin var fín skírnar/aðventuveisla. Jólin komu svo á réttum tíma eins og venjulega með tilheyrandi tilstandi sem reyndar hefur sjaldan verið eins lítið. 27. des fórum við síðan í geggjaða fjórhjólaferð eins og áður hefur komið fram. Fjórða hámóbarnið fæddist, Kristín og Haukur fengu prinsessu.
þannig er nú það :) hafi ég gleymt einhverjum merkisatburðum þá endilega smella því í komment. Svei mér þá þetta er nú orðið lengra en ég ætlaði hehehehe

En já að öðrum málefnum. Unnur Lilja dafnar vel, þriggja mánaða í dag. Mæja og Máni drifu okkur mæðgur í snillingafimi í Hreyfilandi. Erum búin að mæta í einn tíma og Unni fannst þetta æðislegt. Hló og brosti út í eitt og að sjálfsögðu stóð hún sig eins og hetja. Við erum búin að fara með hana í 3 tíma í cranio og ég held svei mér þá að það hafi haft góð áhrif á hana, sefur værar og lengri tíma yfir nóttina. Davíð og Eva komu í stutta heimsókn áðan með Óskar Smára sem er 2 dögum eldri en Unnur og hún var bara eins og písl við hliðina á honum og mér sem finnst Unnur svo stór!!!

en well komin tími á að elda kvöldverðinn :)

4 Comments:

At 9:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

fínasta ár hjá þér, man ekki eftir neinu sem þú gleymdir :) en við mæðgur erum nú farnar að sakna ykkar, langar að fara að hitta ykkur, spurning um að fara að smella á hámó eða e-ð...þurfum nú að fara að hittast með allan krakkaskarann, er það ekki??? svona áður en mín verður eins árs

 
At 11:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hvað er cranio ?

 
At 8:49 e.h., Blogger Milla said...

hehe hvernig manstu hvað gerðist á árinu, vá minnug mar :) ég man varla hvað gerðist í síðustu viku. Kannski sniðugt að gera svona áramótatékk

 
At 10:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hehehe Milla, ég man ekki fyrir horn mar :) þurfti langan tíma til að rifja árið upp og svo er Gestur eins og fílinn, gleymir engu.

kv. Guðbjörg

 

Skrifa ummæli

<< Home