laugardagur, desember 30, 2006

Bono er snilli

“Hið kjánalega eðli lotningar og dýrkunar; undrun á því furðuverki sem veröldin er. Að vera svalur töffari getur vissulega nýst manni í samningaviðræðum við fólk, en það er ómögulegt að vera með sólgleraugu og horfast í augu við Guð. Það er ekki hægt að nálgast Guð án þess að vera einlægur; án þess að leggja niður allar varnir og opna sig. ................”

“ ................ Og þótt fólk viti ekki hvað býr á bakvið gleraugun, þá get ég fullvissað þig um að Guð sér allt”
Ég er nefnilega að lesa bókina Bono um Bono, samtöl við Michka Assayas.

Mér fannst þetta svo mikil snilld þegar ég las þetta að ég ákvað að deila þessu með ykkur kæru dyggu lesendur og góð viðbót við pælingarnar sem Milla setti svo skemmtilega fram á blogginu sínu fyrir einhverjum vikum síðan.

Annars er ég að bögglast með orðið “ósnertanlegur” innra með mér, hef verið að hugsa um það síðasta mánuðinn og þarf svo innilega að skrifa pistil um það við tækifæri.

En nú er komin tími til að smella Unni Lilju í kjól og síðan hinn “sívinsæla” útigalla og skunda afstað í jólaboð :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home