sunnudagur, mars 04, 2007

Tíminn æðir afskaplega hratt áfram þessa dagana finnst mér, ekki nema ca einn og hálfur mánuður þar til ég fer að vinna aftur. Við erum trúlega búin að finna dagmömmu fyrir Unni Lilju, eigum að vísu eftir að fara og skoða aðstæður hjá henni. Hún hefur passað fyrir bróður Gests og hans kvinnu og þau láta mjög vel af henni. Búið að setja í calender að fara til hennar áður en ég fer að vinna. Gestur verður með Unni heima þar til í haust :) án efa verður mikið fjör hjá þeim. Gott að hafa þennan möguleika að hún verði heima og þurfi ekki að fara í pössun fyrr en í haust.
Gestur hélt fantafínt afmælisboð í síðustu viku og bauð samkvæmt venju fjölskyldum okkar í purusteik :) slefffff þvílíkt góður matur hjá honum... í dag vorum við síðan í afmæli hjá Fannari og annað kvöld förum við í kjötsúpu í tilefni afmælistengdapabba. Sú hefð hefur skapast síðan hann dó fyrir tæpum 4 árum að hittast á afmælisdaginn hans og eiga notalega stund. Fínt mál það. Síðan um næstu helgi á Bergrún afmæli og ef ég þekki Möggu rétt þá verður svaðaleg tertuveisla þá. Þá held ég að afmælisboðunum sé lokið í bili.
Við Gestur fórum í menningarreisu í Borgarnes á föstudagskvöldið síðasta. Smelltum okkur í Landnámssetrið og fengum okkur að eta og drekka þar og fórum síðan og sáum leikþáttinn Mýramanninn í flutningi Gísla Einars út og suður kappa. Í stuttu máli sagt var þetta hrein og klár snilld, ansi mörg gullkorn sem fuku og mýramaðurinn analyseraður í botn, allt frá göngulagi, hegðunarmynstri að háttalagi. Skil ekki alveg hvernig maðurinn hefur hugmyndaflug til að semja þetta og síðan halda andliti við flutninginn, hann þurfti nokkrum sinnum að stoppa/hægja á flutningi til að fólk næði að áttum eftir hlátursgusur. Annað er svo sem ekki fréttnæmt af litlu fjölskyldunni í hjallanum :)

over and át

Efnisorð: ,

1 Comments:

At 11:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

þau ykkar sem ætlið á Mýramanninn, ekki fá ykkur mat sem boðið er uppá, sýningin var frábær, maturinn vægast sagt ekki.

 

Skrifa ummæli

<< Home