hversdagsumræða
Ýmislegt að gerast hjá litlu fjölskyldunni. Stelpurnar úr hámó voru að fara eftir notalegt kvöld, litla ljónið var bara með besta móti og máttu stelpurnar tala við hana og aðeins halda á henni líka :) mikið prógramm hérna í gangi eða þannig hehehe markmiðið er alla vega að draga úr móðursýki dömunnar, ég má varla fara út úr herberginu sem hún er í þá verður allt ömó, sleppur svo sem ef pabbinn heldur á henni. Við verðum að vera duglegri að fara eitthvað út án hennar og fá pössun sem já við gerðum um síðustu helgi. Foreldrasettið smellti sér sumsé á þorrablót í Lyngbrekku og skemmti sér konunglega eins og venja er á slíkum samkomum, en mikið fjandi var erfitt að vakna með ungfrúnni eftir 2 tíma svefn og gefa henni að drekka ó mæ ó mæ sem betur fer sofnuðum við nú aftur mæðgur í 2 tíma en þá var komin dagur hjá Unni. Ágætis upphitun fyrir næsta þorrablót sem er á föstudaginn næsta :) já best að taka þetta bara með trompi :) Daginn eftir ákvað Unnur að best væri að hætta á brjósti, pelinn væri mun hentugari þar sem fæðan rennur mun hraðar upp í hana og mun minni fyrirhöfn, auk þess var orðið svo lítið til í móðurinni að hún þurfti hvort er eð að fá pela sem ábót eftir hverja brjóstagjöf. Ég get ekki sagt annað en ég er afskaplega ánægð með þessa ákvörðun hennar. Í nótt er fyrsta nóttin hennar í rimlarúminu og ég vona að hún sofi þar í alla nótt sæl og góð :) ójá hún sprettur afskaplega hratt þessi elska. Ég er búin að taka að mér tvö verkefni í vinnunni, annars vegar að vera í undirbúningshóp fyrir þverfaglega gigtarráðstefnu sem Gigtarfélagið heldur í september nk og hins vegar að vera með fræðslufyrirlestur á námskeiði fyrir fólk með vefjagigt um aðlögun að breyttum aðstæðum. Er þessa dagana að hugsa og hugsa og hugsa um hvern fj..... ég á að tala og hvernig ég á að skipuleggja þennan klukkutíma og korter sem ég hef til afnota. Ekta svona próffílingur, ekki alveg viss um hvar er best að byrja og hvernig er best að hafa þetta o.s.frv. Fín upphitun fyrir heilabúið að taka þessi verkefni að mér svona til að hrista rykið af honum áður en ég fer að vinna aftur um miðjan apríl. Frekar stutt þangað til og eins gott að fara að hugsa fyrir dagmömmu í haust því tíminn líður svo hratt.
1 Comments:
snilldarhámó hjá þér vinkona, og ekki spillti syndsamlega góða djöflatertan fyrir. Unnur Lilja er nú bara sæt og ágætiskandídat í þennan félagsskap :)hlakka til að sjá ykkur á fimmtudaginn
Skrifa ummæli
<< Home