snjógleði
Mikið svakalega er ég glöð yfir því að úti sé snjór :) það verður allt svo miklu bjartara og fallegra bæði utandyra og í hjarta mínu :) múhahahahaa þetta var nett væmið. En alla vega gleðst ég afskaplega yfir snjónum. Við fórum á þorrablót á föstudagskvöldið sem var mjög skemmtilegt, snilldar skemmtun. Skemmtinefndin tekur sig til ár hvert og gerir myndband um helstu "afrek" sveitungana og er það bara tær snilld. Eins gott að búa ekki þarna nú eða gera einhverjar gloriur ef mar er eitthvað viðkvæm sál. Smelltum okkur svo í dagsferð í sveitina í gær og svo skemmtilega vildi til að Bjössi, Jói og Fannar voru þar á ferð líka.
Unnur Lilja velti sér á magan í fyrsta sinn í kvöld og auðvitað missti móðirin af því. Gestur fylgdist grannt með og gat gefið gott uppdeit á afrek dagsins þegar ég kom heim. Frökenin var frekar undrandi á þessum atburði, hún var bara í mesta sakleysi að tosa í tásurnar á sér og þá valt hún á hliðina og rúllaði síðan áfram á magann. Spyrnti sér síðan til baka á bakið aftur, fannst þetta afskaplega skemmtilegt og prófaði nokkrum sinnum. Spurningin er síðan hvenær gerist þetta aftur?? og vonandi verð ég heima þá!!!! mesta bras að vera húsmóðir og þurfa að versla í matinn sussssum svei.
Smelli hér inn mynd af Unni Lilju sem Gestur tók í kvöld
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home