mánudagur, febrúar 19, 2007

halló

jæja þá erum við búin að hýsa fleiri hesta og ég meira að segja búin að afreka það að fara á hestbak. Verð að viðurkenna að ég var nú frekar stirð að komast á bak og þá meina ég meira en venjulega sko, en allt gekk þetta nú vel. Fröken Unnur Lilja svaf eins og engill í barnavagni í hesthúsinu, ekkert mál :) það vonandi heldur áfram að ganga vel.
Við Unnur fórum í sveitaferð með ma og pa á fimmtudagskvöld og Gestur sótti okkur á laugardag um leið og hestana, voða gott að fara aðeins í sveitina.
Fyrirlesturinn ógurlegi að baki, gott að vera laus við hann ó men ó men gjörsamlega komin úr æfingu, lítið gert af þessu síðan ég var að vinna á Reykjalundi. Snillingafimin búin og aðsjálfsögðu útskrifuðust bæði Unnur Lilja og Máni með hæstu einkun enda miklir snillingar, þau byrja svo á sundæfingum á föstudaginn, því miður í sitt hvorum hópnum. Mæðurnar fá trúlega fráhvarfseinkenni eftir vikulega hittinga í 6 vikur. Verðum bara að vera duglegar :)

Ísak Logi töffari er 1 árs í dag, stór dagur í lífi ungs manns.

þarf að þjóta ljónið kallar

3 Comments:

At 9:15 e.h., Blogger Guðbjörg Harpa said...

Hæææ
Takk fyrir kommentið :)
TIL HAMINGJU MEÐ STELPUNA, voða voða sæt (ein pínu langt á eftir sko með hamingjukveðjurnar)

Hey á nýjar reiðbuxur:) fæ ég að koma á bak einhverntíman með þér?????

kveðja frá Kaliforníu

Nafna þín :)

 
At 9:15 e.h., Blogger Guðbjörg Harpa said...

Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

 
At 9:56 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

takk takk :) auddað færðu að koma á bak með mér við tækifæri??

kv Guðbjörg

 

Skrifa ummæli

<< Home