þraut/heilaleikfimi
Gestur lagði fyrir mig þraut í síðustu viku og nú er komið að ykkur :) :) hann sagði mér frá því að þessi þraut er lögð fyrir alla sem sækja um vinnu í ákveðnum banka í USA. Ef þú nærð ekki að leysa þrautina færðu ekki vinnuna, sama hversu vel þú kemur fram og hversu vel þú passar í starfið. Ó men hvað ég hefði ekki fengið vinnuna mar.........
Þú stendur fyrir utan lokað gluggalaust herbergi, engin skíma kemst út úr því. Fyrir utan herbergið eru þrír ljósarofar og inn í herberginu eru þrjár ljósaperur í engri sérstakri röð. Þitt verkefni er að finna út hvaða rofi tengist við hvaða ljósaperu. Þú mátt fara inn í herbergið og skoða þig um en á meðan verða rofarnir að vera í sömu stöðu og þú komst að þeim. Síðan ferðu út úr herberginu og lokar á eftir þér. Hvernig veistu hvaða pera tengist hvaða rofa??
Annars er allt gott af okkur að frétta. Ég er búin að vera á helgarnámskeið sem heitir "þú ert það sem þú hugsar" kennari var Guðjón Bergmann. Þvílíkt snilld!!! þetta var hin fína heilaleikfimi fyrir mig heimavinnandi kerluna, mæli alveg með þessu. Hugurinn er á milljón og fimmtíu að sortera og vinna úr upplýsingunum sem innbyrtar voru um helgina, nánar um það seinna :)
Bjargey og Jón gáfu drengnum sínum nafn um helgina og hann skírður í Hvammskirkju í Dölunum, við misstum af því þar sem ég var á námskeiðinu en við stefnum á að kíkja í heimsókn til þeirra við gott tækifæri, helst fyrir páska eða um páskana. En já drengurinn heitir Ólafur Oddur, verður án efa hin mesti dekurdrengur þar sem hann á 3 eldri systur :)
7 Comments:
Humm við hjónin fengjum ekki heldur vinnu í þessum banka.
Endilega sendu okkur svarið við rækifæri
sirrý
Það er að segja Tækifæri
Held að ég yrði ráðin á nóinu, auðvitað hefurðu tvo takka uppi og einn niðri og reiknar út frá því hvaða ljósum er kveikt á ......... er það ekki???????.......eða er ég ekki einu sinni að fá vinnu hjá þér á gigtarfélaginu heldur þegar ég útskrifast????
...hvenær kemur svarið?? ég er hreinlega farin að halda að heilinn hafi sloppið út um leið og barnið pompaði í heiminn :) var ekki verið að tala um hámó líka, verður ekki að vera kveðjuhámó fyrir Stínuna?
:) ætla að eins að láta þrautina standa lengur af hreinum og klárum kvikindsskap
kv. Guðbjörg
en þurfa takkarnir ekki að vera óhreifðir? tek undir með bergþórunni ansi margar sellur í dvala hmmm... EN DRÍFA SIG MEÐ SVARIÐ! en heyriði ef einhver býður fram húsnæði skal ég koma með köku;) ég er bara búin raða kössum upp um alla veggi og allt í dóti og drasli... hvað segiði með það?
Sandra býður fram húsnæði, hún er að spá í næstu viku. hvernig hentar það?
kv Guðbjörg
Skrifa ummæli
<< Home