sitt af hvoru tagi
jæja eins og áður hefur komið fram er myndaalbúmið komið í gang aftur eftir viðgerð. Ég er búin að bæta inn slatta af myndum.
Fór í vinnuna í dag til að skipuleggja fyrstu dagana í vinnunni og láta bóka fyrir mig skjólstæðinga, ó mæ ó mæ, þetta er orðið ansi raunverulegt. Hlakka samt sem áður til að fara að vinna aftur, fyrstu vikurnar verða jú eitthvað skrítnar á meðan mar er að búa til nýja rútínu í daglegu lífi. vow þetta hljómaði duldið iðjuþjálfalegt svei mér þá. Svo er líka farið að styttast í langþráða árlega sviðaveislu að hætti Gests........ get nú ekki sagt að ég sé mikill sviðaaðdáandi.. bý til einhvern góðan pottrétt fyrir þá sem eru á minni sviðalausu línu :) skemmtileg hefð sem hefur skapast síðustu ár.
Gestur var í dag að panta sér tíma hjá augnlækni sem er nú ekki í frásögur færandi, nema hvað fyrsti tími sem var laus var 28. ÁGÚST!!!!!! duldið langur biðtími ha. Ekki hafði þessi elska þolinmæði að bíða svona lengi, ég lái honum það ekki.
2 Comments:
Ég kemst ekki inn í myndaalbúmið.
Lykilorðið virkar ekki
sirrý
Gleðilegt sumar vinkona!
Skrifa ummæli
<< Home