Ferming
Jæja þá er búið að ferma Ölmu Dóru pæju og æðislega fín veisla á eftir. Stelpuskottið (veit nú ekki hvort hún samþykkir að vera kölluð stelpukott hehehehe) fékk fullt af fínum gjöfum og er hún ennþá að átta sig á stöðu mála. Við fórum svo í annan í fermingu í dag til að skoða gullin og fá okkur gómsæta afganga (í tilefni af bleiku þema veislunnar fannst mér viðeigandi að setja inn færsluna í bleiku, er nebbbblilega svo mikið fyrir bleikt!!!!) . Smelltum okkur síðan í hesthúsið, fór reyndar ekki á bak þar sem ungfrúin var orðin svo stúrin þegar pabbinn og Geysir voru búnir í tamingargönguferðinni að við fórum heim. Svo sem ágætt að fara ekki á hestbak í dag þar sem ég er ennþá frekar lurkum laminn eftir útreiðartúrinn á miðvikudag. Smá ævintýri. Dreif mig á barnahest sem við fengum lánaðan og ég þekki ágætlega, ætlaði svona aðeins að liðka hann áður en Línhildur og Bergrún fengju að fara á bak. Nema hvað dýrið ákveður að nú sé nóg komið af þessari vitleysu að fara út að skokka í veðurblíðunni og hendir mér af baki. Ég fór þennan fína kollhnís fram yfir hann og lenti á bakinu og hausnum, get ekki sagt að það hafi verið neitt sérstaklega gott. Mestur var samt sársaukinn í STOLTINU!!!!!! sem betur fer voru engin vitni.
4 Comments:
þessi færsla hjómaði vel og sá frænkan bara að það væri séns að fá að fara á bak en nei nei held bara ekki :)Gott að þú meiddir þig ekki alvarlega.
Sirrý
Og já hún er ekkert smá fín og sæt daman ykkar. Algjör dúlla og orðin svo stór
Sirrý
já já Guðbjörg mín, history repeats it self :) hvenær ætlar þú að fara að kasta hestunum af baki, er ekki komin röðin að þér ?? Þurfum svo endilega að fara að hittast, hlýtur að fara að koma röðin að hámó aftur
hehe góður punktur, sveifla hestunum í kringum mig :) ójú hámó endilega takk .....
kv. Guðbjörg
Skrifa ummæli
<< Home