miðvikudagur, maí 23, 2007

kvefpest

Enn ein helgin að baki. Smelltum okkur aðeins í sveitaferð um síðustu helgi, múttan þurfti aðeins að komast í meiri sauðburð, svoddan sauður. Unnur Lilja varð reyndar að vera að mestu innandyra vegna pestargemsavesens. Litla ljósið er búið að vera með kvef síðan á mánudag í síðustu viku. Fékk síðan sýkingu í augun sem herjað var á með augndropum með góðum árangri að við héldum. Í gærkvöldi fór sýkingin aftur af stað, þannig að annað augað límdist aftur vegna graftrar jakkkedí jakkkk. Taugaveikluðu fyrstabarns foreldrarnir ákváðu að barnið yrði að fara til læknis. Gestur fór með hana í dag til læknis, þá er hún komin aftur með bullandi sýkingu í augun og bullandi eyrnabólgu. Þessi elska er líka illa geðvond að geta ekki sofið almennilega vegna eyrnaverkja og hósta. Vaknar á ca klukkutímafresti yfir nóttina argandi og svo er komin dagur um hálf sex!!!! þá er sko nótt hjá múttunni!!!!!! Mér tókst að fá smá afleggjara af þessu pestarstússi hennar en er búin að hrista það af mér. Gestur og Unnur Lilja sóttu hestana okkar í Fjárborg og slepptu í sumarhagann á Skiphyl síðasta sunnudag. Mikil var gleði þeirra þegar þeim var sleppt, skvettu sér og hlupu eins og bavíanar um víðan völl.
Framundan er margt skemmtilegt, sýnist á öllu að næstu 5 helgar séu planaðar. Mar fær nú bara nettan skipulagshroll við tilhugsunina. Næstu helgi ætlum við að vera í Sommerhallen í Grímsnesinu, 3 júní er ferming, 9 júní er óvissuferð GÍ, 10. júní er fjórhjólaferð, 16. júní er kvennahlaup, sleppitúr og útskriftarveisla hjá Bylgju hjúkku, 23. og 24. júní er ættarmót. Eftir þessa runu er nú bara næstum því komið að sumarfríi. Erum ekki búin að skipuleggja það, ennþá amk.

Efnisorð: , ,

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home