þriðjudagur, maí 08, 2007

flakk og flandur

skruppum örstutta ferð í sumarbústaðinn í Grímsnesinu áðan. Tengdó var búin að vera þar í ró og næði og hafa það huggulegt og við gerðumst friðarspillar :) Gestur náði að setja vatnið á, eitthvað sem er búið að vera vandamál, frekar óþægilegt að vera vatnslaus. Bara vesen að vera með vatn í fötum og flöskum. Fórum líka bílasölurúnt, mér til lítillar ánægju og Unni til enn minni ánægju. En raunveruleikinn er nú samt sá að við þurfum að skipta um bíl, spurning hvenær við höfum okkur í það samt. Ekkert liggur á, núverandi bíll er ennþá í heilulagi, er það ekki bara nóg????
Fór á Etac kynningu í Gerðubergi í dag. Skemmtilegasti hluti þeirrar kynningar var að hitta Söndru og Elísu. Lærði svosem ýmislegt en sá engar nýungar í smá hjálpartækjum sem ég er að sækja um fyrir gigtarsjúllana sem ég er að þjálfa. Samt sem áður hollt og gott að fylgjast með hvað er að gerast.
Við Unnur Lilja ætlum í sveitaferð um helgina, ég þarf bráðnauðsynlega að fá smá sauðburðsfíling.
Fyrir nokkrum vikum fengum við pípulagningamann frá ónefndu fyrirtæki til að tengja handklæðaofn fyrir okkur. Eitthvað hefur kappinn sá verið með viljugan penna því reikningurinn sem við fengum var upp á tæp 77.000 .- jebbbbbb okkur leið eins og við hefðum verið rænd. Við kvörtuðum undan þessari vitleysu og endursendum reikninginn og heimtuðum endurskoðun. Meðal annars vorum við rukkuð um 2 klst sem vinna við að skoða verkið, hann var í ca 30 mín, eitthvað hefur penninn greinilega runnið til. Síðan voru skrifaðir 9 klst í vinnu við að tengja ofninn og 1 klst í verkstjórn!!! Hann var hjá okkur frá 10-12 og síðan frá 13-15, hvernig hægt er að fá í heild 12 klst út úr því skil ég bara ekki. Enda hef ég alltaf verið léleg í reikningi. Og hverjum var hann að verkstýra??? Kannski hann klofin persónuleiki og það hefur verið brjáluð vinna við að verkstýra þeim öllum, mar spyr sig. Ég svo sem skil ekki heldur afhverju við erum rukkuð fyrir leigu á pressuvél sem hann notaði, finnst það bara eiga að vera hluti af vélbúnaði og ekki að rukkast sérstaklega. Skil það sem svo að ef við fengjum smið til að vinna fyrir okkur, þyrftum við þá að borga fyrir leigu á hamri????? Núna erum við búin að fá nýjan reikning sem er 25 þús krónum lægri, sem er samt of hátt en við ætlum að láta þetta yfir okkur ganga og njóta þess að eiga heit og notaleg handklæði og hugsa "hlýlega" til píparans.
Tuði kvöldsins lokið hér með og ég farin að sofa....

Efnisorð: , ,

2 Comments:

At 8:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

En skrítin tilviljun ég er líka að fara i sveitaferð og hlakka svo til.
Ég veit um eina sem fékk smið og þurfi að borga fyrir leigu á stiga og sendingarkostað á honum.
Frekar asnalegt
Sirrý

 
At 9:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

fáránlegt þetta með stigann.... já skrýtin tilviljun með sveitaferðina, skyldum við vera að fara á sama staðinn???? hummmmmmm :) ójá hlakka mikið til
kv Guðbjörg

 

Skrifa ummæli

<< Home