Húsmæðraorlof
ekki var nú seinna vænna en að drífa sig í húsmæðraorlof, konan búin að vera í 7 mánaða fæðingarorlofi og vinna í 2 vikur, svo ég dreif mig í sveitina um helgina alein og yfirgefin. Gestur og Unnur Lilja voru heima, skruppu reyndar í sumarbústaðinn í Grímsnesinu á sunnudag. En já að mínu orlofi, ég er nú AÐAL ekki satt?? Ég fór í sveitastörfin með pabba, m.a. keyra skít. Hljómar þetta ekki virkilega spennó???? Fyrsta nóttin sem við mæðgur erum aðskildar síðan ungfrúin fæddist. Gekk ljómandi vel. Spurning svo hvenær ég fer í næsta húsmæðraorlof og hvað ég tek mér fyrir hendur þá. Fyrstu lömbin fædd og auddddað á ég þau, nema hvað. Þið munið ég er AÐAL.
Vinnan gengur ljómandi vel, fínt að vera komin í rútínu utan heimilis aftur, er ekki efni í heimavinnandi húsmóður. Held það sé nokkuð ljóst.
Efnisorð: húsmæðraorlof
3 Comments:
ummm skítalykt... I love it :)
Til hamingju með lömbin, ætli þau fari ekki bara í slátrunarheimilið í haust eins og hann Diskur minn forðum daga. Átti sem sagt lítinn hrút sem hét Diskur (hörpudiskur) og hann fór ekki á barnaheimilið heldur slátrunarheimilið .)
Knús og gangi þér allt í haginn :)
Nafna :)
Hey geturðu ekki farið að þjálfa eitthvað hross upp í að vera þægt og gott við gamla stirða konu, svo ég komist á bak með þér :) er eiginlega alveg að verða sjúk að komast á hestbak.???!?!?!?!!!!??
ekki málið :) á afskaplegan ljúfan og góðan hest sem ég hef aldrei (nei ég þori eiginlega ekki að segja þetta) dottið af!!!!
kv. Guðbjörg
Já Guðbjörg við ÞURFUM að vera AÐAL. Það er bara svoleiðis. Allar svo mikið eins..........froskur þorskur hehehe
Stína
Skrifa ummæli
<< Home