mánudagur, apríl 30, 2007

Húsmæðraorlof

ekki var nú seinna vænna en að drífa sig í húsmæðraorlof, konan búin að vera í 7 mánaða fæðingarorlofi og vinna í 2 vikur, svo ég dreif mig í sveitina um helgina alein og yfirgefin. Gestur og Unnur Lilja voru heima, skruppu reyndar í sumarbústaðinn í Grímsnesinu á sunnudag. En já að mínu orlofi, ég er nú AÐAL ekki satt?? Ég fór í sveitastörfin með pabba, m.a. keyra skít. Hljómar þetta ekki virkilega spennó???? Fyrsta nóttin sem við mæðgur erum aðskildar síðan ungfrúin fæddist. Gekk ljómandi vel. Spurning svo hvenær ég fer í næsta húsmæðraorlof og hvað ég tek mér fyrir hendur þá. Fyrstu lömbin fædd og auddddað á ég þau, nema hvað. Þið munið ég er AÐAL.
Vinnan gengur ljómandi vel, fínt að vera komin í rútínu utan heimilis aftur, er ekki efni í heimavinnandi húsmóður. Held það sé nokkuð ljóst.

Efnisorð:

3 Comments:

At 6:34 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ummm skítalykt... I love it :)

Til hamingju með lömbin, ætli þau fari ekki bara í slátrunarheimilið í haust eins og hann Diskur minn forðum daga. Átti sem sagt lítinn hrút sem hét Diskur (hörpudiskur) og hann fór ekki á barnaheimilið heldur slátrunarheimilið .)

Knús og gangi þér allt í haginn :)
Nafna :)

Hey geturðu ekki farið að þjálfa eitthvað hross upp í að vera þægt og gott við gamla stirða konu, svo ég komist á bak með þér :) er eiginlega alveg að verða sjúk að komast á hestbak.???!?!?!?!!!!??

 
At 12:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ekki málið :) á afskaplegan ljúfan og góðan hest sem ég hef aldrei (nei ég þori eiginlega ekki að segja þetta) dottið af!!!!
kv. Guðbjörg

 
At 4:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já Guðbjörg við ÞURFUM að vera AÐAL. Það er bara svoleiðis. Allar svo mikið eins..........froskur þorskur hehehe

Stína

 

Skrifa ummæli

<< Home