miðvikudagur, maí 16, 2007

summary

Við Unnur Lilja fórum að Skiphyl um helgina og skyldum Gest eftir heima. Greyið átti að fara í próf á laugardag sem hann síðan komst ekki í vegna slæmrar augnheilsu. Hann er búin að vera að berjast við ótal sár á hornhimu beggja augna + sýkingu í öðru auga svo ekki var próflestur gáfulegur kostur í þeirri stöðu. Hann átti því bara "náðuga" helgi án kvenna sinna.
Á Skiphyl var hins vegar líf og fjör eins og gjarnan er. Sirrý og Steina Bára frænkur okkar komu með barnaskara í sveitaferð, eins og gefur að skilja var spennan mikil hjá börnunum, svo komu Gummi Baddi og Fannar líka. 10 stk börn á aldrinum 7 mánaða til 13 ára. Veit ekki betur en að allir hafi skemmt sér konunglega um helgina. Brjálað að gera hjá Mirru litlu, hún var ekki alveg viss í hvern af fjórum fótum væri nú best að stíga í og á hvern að hlusta, gleymdi stundum að hlusta á mömmu sína :) svona eins og börnum hættir til. Hún var svo þreytt eftir helgina að hún svaf nánast allan mánudaginn.
Unnur er búin að vera hálfstúrinn það sem af er þessari viku, með hitavellu og nefrennsli. Þar kom að því, hún hefur ekki orðið veik síðan hún var tveggja vikna. Æfing fyrir foreldra hennar áður en hún fer til dagmömmunar í haust. Við ætluðum að fara í sommerhallen í Grímsnesinu í kvöld og vera þar á morgun, koma heim annað kvöld. Hættum við útaf þessum slappleika. Stefnum að Skiphylsferð um helgina, ef heilsufar okkar mæðgna leyfir. Held að ég sé að fá einhverja pest líka. Ætlum að fara með hestana okkar vestur og sleppa þeim í stóðið.
5 ára afmælið að baki, ljómandi fínn dagur það. Ansi margir í ættinni sem eiga afmæli í maí enda besti mánuður ársins :)

Efnisorð: , ,

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home