mánudagur, júní 11, 2007

helgin

best að blogga smá á meðan Gestur svæfir Unni Lilju. Ég er nefnilega í tölvuafvötnun sem kemur nú ekki til af góðu. Gestur þarf að nota mína tölvu í vinnuna vegna þess að hans fartölva fékk ljómandi ágæta flugferð út á gólf og er nánast ónýt. Nýherji mat skemmdir á henni upp á tæp 300 þús sem er nú aldeilis fín upphæð, tryggingarnar eru hins vegar ekki tilbúnar að borga svo mikið, skrýtið hummmmmm. Eitthvað verið að skoða þau mál ..... svo hann smellti sér í að græja borðtölvu til að vinna í en ekki vildi betur til en að hann þurfti að slökkva á henni og þá neitar hún að fara í gang aftur. Sagan endalausa með þetta tölvudót. Verður fróðlegt að vita hvernig þetta endar allt saman.
En já þá að ævintýrum helgarinnar. Við fórum í "óvissuferð"/"túristaferð" um Reykjanesið á laugardag ásamt starfsmönnum Gigtarfélagsins. Farið var á alla helstu útnára Reykjanessins og fengum við þessa fínu leiðsögn frá leiðsögumanninum/konunni. Jebbbs þetta var alvöru túristaferð með leiðsögumanni með fróðleik í massavís í gegnum hátalarakerfi rútunnar með tilheyrandi braki og brestum. Gestur tók sig vel út í predikunarstólnum í Krísuvíkurkirkju og las þar ljóð!!!! Við komumst að því skötuhjúin að það eru margir staðir á nesinu sem við værum til í að fara aftur á og skoða betur. Ýmislegt skemmtilegt gerðist í ferðinni sem á ekki heima hér :) lokapunktur ferðarinnar var síðan kvöldverður í Duushúsi í Keflavík þar sem snæddur var matur í ammmmmerískum stærðum. Sjaldan séð jafn stóran skammt af aðalrétti húfffffff ekki möguleiki á að klára. Ljómandi matur en þjónustan var ansi slök og nánast tilviljanakennd. T.d. var forréttarsúpan borin á borð áður en fólki var boðin drykkur og urðum við að biðja um að láta taka hjá okkur drykkjarpöntun. Ok með aðalréttinn, en volga súkkulaðikakan var borin á borð áður en boðið var upp á kaffi með henni og urðu kaffiþyrstir einstaklingar að biðja sérstaklega um kaffið sem átti að fylgja með. Bara skrýtið!!!! Þetta var samt hin besta dagstund. Á sunnudag var brunað í stelpufjórhjólaferð í Skorradalinn. Ekki vildi nú betur til en að nettur misskilningur varð milli mín og fararstórans um tímasetningu. Ég fékk upplýsingar í meili frá honum upphaflega að við ættum að mæta kl 17, en síðan í næsta pósti á eftir þá stendur þar 14 svo auðvitað mættum við kl 14 og engin mættur. Gestur og Unnur Lilja fóru í sumarbústaðinn í Grímsnesinu til tengdó og var Gestur settur í það verkefni að hringja í fararstjórann og tékka hvar hann væri. Þá var hann bara "sultuslakur" eins og ein vinkona mín myndi orða það heima í rvk, ekkert stress á þeim bænum fyrr en Gestur sagði honum að við værum allar mættar og værum að bíða. Svo hann stökk af stað og smellti í fluggírinn og upp í Borgarfjörð. Við höfðum það náðugt á spjallinu "nörtuðum" í nammi. Smelltum okkur svo í stuttan túr, leiðinlegt hvað mörg hjól voru biluð svo við urðum að tvímenna og skiptast á. Svo sem skiljanlegt að hann sé ekki að halda öllum hjólum gangandi þar sem þetta er ein af síðustu ferðunum þar sem hann lokar þessu 1. júlí og fer í önnur og spennandi verkefni. Jamm og já alltaf ævintýri í kringum fjórhjólaferðirnar. Vonandi hafa samt allar stelpurnar skemmt sér vel, ég skemmti mér amk vel :) Ég er búin að setja myndir helgarinnar inn í vefalbúmið.
Ekki má gleyma yndislegu boði Séra Bolla og Sunnu konu hans í kvöldverð í bústað fjölskyldu hennar á fimmtudagskveldið síðasta. Ljómandi gaman og hugguleg kvöldstund. Flottur bústaður í Dagverðarnesslandi, stutt frá bústað fjölskyldu Millu.

Efnisorð: , ,

2 Comments:

At 8:19 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Greinilega nóg að gera hjá ykkur um helgina :C)
Það er svo nærandi að eiga skemmtilegar og góðar helgar.

Sirrý

 
At 8:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Takk en og aftur fyrir mig.....brúmm brúmm

 

Skrifa ummæli

<< Home