þriðjudagur, júní 26, 2007

hér og þar

alltaf nóg að gera á bænum en blogglægð í gangi svo fréttaflutningur er í lágmarki. Við erum voða glöð með góða veðrið :) eins og langflestir Íslendingar. Lentum einmitt í umferðarteppu síðasta sunnudagskvöld á leið í bæinn. Fórum seint af stað eins og venjulega, (eigum eitthvað erfitt með að koma okkur afstað) og sleppum því venjulega við alla umferðateppu nema í þetta sinn. Vorum í bílaröð frá þorpinu á Kjalarnesinu og inn í Mosó, hámarksumferðarhraði í lestinni var 30 km á klst, yndislegt, er nefnilega svo þolinmóð í umferðinni :) já sem og allstaðar :)

Vorum á ættarmóti um síðustu helgi hjá móðurmóðurfólki mínu, alveg ljómandi hreint. Ég er nú ekki mikið fyrir svona samkomur en þessi var bara mjög skemmtileg. Farið var á æskuslóðir ömmu og systkina hennar og þau rifjuðu upp prakkarastrik sín og sögðu frá staðarháttum. Síðan var farið í Lindartungu þar sem í leiki, grillaður snilldar matur og skoðaðar myndir af ættingjum. Doldið sniðugt, ættarmótsnefndinni datt það í hug að safna saman myndum af öllum þessum hóp og síðan var "sögumaður" sem sagði hver var hvað. Ljómandi fín leið til að fatta hver á hvern. Ég sit síðan í súpunni fyrir næsta mót sem áætlað er eftir 3 ár, mér var nefnilega smellt í nefnd. Sem betur fer eru tvær kjarnakonur með mér í því stússi.

16. júní var svo að sjálfsögðu farið í kvennahlaup samkvæmt venju og síðan í þetta fína hnallþóruboð til Helgu frænku. Fyrsta "hlaupið" hennar Unnar Lilju sem svaf vært í kerrunni sinni meðan múttan þrammaði létt á fæti.


um kvöldið var svo brunað í útskriftarveislu til Bylgju hjúkrunarfræðings sem var að halda upp á útskrift sína úr Heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri. Unnur Lilja partýljón fékk að koma með í boðið en fór síðan í pössun til Jóhönnu. Ekki sýndi hún sínar bestu hliðar þar og ég sótti hana eftir ca klukkutíma, þá var heimilisfólkið á Suðurgötunni búið að fá feikinóg af ljónaöskri :) sofnaði síðan um leið og við lögðum af stað að Skiphyl.

Af Unni er það helst að frétta að hún skoppar útum allt, beitir rass/fóta/handa tækni við að komast áfram og ná að skoða sem mest á skömmum tíma. Við erum svo heppinn að Línhildur kemur eftir hádegið flesta virka daga og er að passa frökenina. Gengur svona ljómandi vel, Unnur voða glöð að fá óskipta athygli einhvers á meðan pabbinn sinnir vinnunni. Fínt fyrirkomulag fyrir alla.

Það styttist óðfluga í sumarfrí. Iðjuþjálfunin hjá GÍ lokar 16. júlí og opnar aftur 7. ágúst, þá ætla ég að vinna í tvær vikur og fara síðan aftur í frí. Ætlar fjölskyldan í hjallanum að leggja flugvél undir fót og fljúga til Frankfurt og keyra til Prag með einhverjum útúrdúrum og krókum, dvelja í góðu yfirlæti hjá Leif og Marký í Prag. Spennó.

Efnisorð: , ,

2 Comments:

At 8:09 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þú hefur sem sagt bara verið heppin með bílalestina. Við Ísak Logi lentum í bílalest töluvert fyrir ofan göngin norðan megin og vorum rétt tæpa tvo tíma heim í grafarvoginn!!! Er strax farin að hlakka til þess að koma að norðan næsta sunnudag ;)
Bestu kveðjur, Sandra Rún

 
At 11:45 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það er alltaf nóg að gera hjá þér frænka. Hvað þú rúllar þessu ættarmóti upp með annari hendi og það verður bara gaman.

Bið að heilsa öllum

kveðja Sirrý

 

Skrifa ummæli

<< Home