föstudagur, september 28, 2007

klukk

ég var klukkuð af Áslaugu, svo nú er að standa sig!!!!!!



8 staðreyndir um sjálfa mig :)



1. afskaplega óþolinmóð

2. elska að sofa lengi á morgnana

3. verð mjög geðstirð ef ég verð svöng, segi eins og Áslaug að dóttir mín hefur erft þennan "eiginleika", veit nú ekki hve mikill kostur það er hins vegar.

4. á auðvelt með að dunda mér við bútasaum

5. elska að liggja og lesa góða bók

6. er mikil sveitakerla í mér

7. langar í nýjan góðan reiðhest

8. á litla prinsessu sem er að verða 1. árs eftir nokkra daga.



klukka hér með: Sirrý frænku, Árna baunverja, Björk Ölvers, Sonju, Millu, Stínu fínu.



En að öðru. Réttirnar búnar þetta árið. Ég fór meira að segja á hesti í réttirnar, reiknaði ekki með því þetta árið. Helga frænka og Arnar redduðu mér hestum svo þetta gekk upp. Unnur Lilja var eins og herforingi í réttunum ekki vitund hrædd við dýrin. Mesta óhamingjan var að fá ekki að skríða á jörðinni inn á milli kindana. Annars var skítaveður, fyrst snjófjúk, svo slydda, síðan rok og rigning. En að sjálfsögðu skemmtilegt eins og alltaf. Heimtur voru ekki mjög góðar, svo mar tali nú smá sveitamál :)

Það styttist óðfluga í að heimasætan verði 1 árs!!!! sagt og skrifað eins árs!!! mikið er þetta fyrsta ár í lífi hennar búið að líða hratt, þrátt fyrir allskonar byrjunarörðuleika hehehe eins og örugglega gerist hjá öllum nýbökuðum foreldrum sem eru að læra á ný hlutverk. Daman er farin að ganga með öllu og ekki langt í að hún geti sleppt sér og stokkið af stað. Átti að byrja hjá dagmömmunni á mánudaginn en það frestast um viku, þar sem dagmömmunni gengur illa að "losna" við börnin sem eru á leið í leikskóla.

Efnisorð: , ,

1 Comments:

At 9:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ vinkona;) já litla dúllan bara að verða eins! vá... time flæs;) kveðjur til þín og þinna;) kv Stínan á ak... ps ég svara klukkinu ef ég byrjað að blogga aftur... er ekki í gírnum at the moment :/

 

Skrifa ummæli

<< Home