mánudagur, október 15, 2007

afmæli

fín helgi að baki. Héldum upp á afmælið hennar Unnar Lilju á laugardaginn, buðum fjölskyldum okkar í kökuboð sem heppnaðist með ágætum. Unnur var hálf feimin þegar allir voru mættir, ekki vön að vera innan um svona marga og það allra síst heima hjá sér. Feimnin leið nú fljótt hjá og hún farin að leika sér. Fékk fullt af fínum gjöfum, takk takk allir. Hún valdi sér afmælisboðsdaginn til að fara að labba!!!! ójá hún er farin að ganga, fer hægt og rólega yfir amk ennþá. Átti nú ekki von á því að hún færi rólega þar sem hún er svoddan glanni. Við Gestur gáfum henni sparkbíl í afmælisgjöf sem er nú ekki í frásögur færandi. Eitt kvöldið var ungfrúin búin að príla upp í sætið á bílnum, stóð þar á höndum og fótum þannig að rassinn var efsti punktur. Mér stóð nú ekki alveg á sama þar sem bílinn var ekki alveg kyrr og ef hún hefði dottið a höfuðið þá hefði hún lent á glerhurð. En þetta reddaðist allt og við Jóhanna komnar með eðlilegan hjartslátt aftur :) Unnur Lilja er í því sem sagt þessa dagana að æfa sig að klifra upp á hluti og aðsjálfsögðu skiptir ekki máli hversu traustur hluturinn er. Sem betur fer drífur hún ekki ennþá ein upp í sófa eða uppá stóla, verður nú örugglega stutt þangað til. Gaman að fylgjast með henni brasa. Annars gengur lífið sinn vanagang hjá okkur. Aðlögun hjá dagmömmunni heldur áfram, Unnur Lilja grætur sárt þegar ég skil hana eftir á morgnana en það líður fljótt hjá og hún leikur sér glöð við krakkana. Í dag var fyrsti dagurinn sem hún var fram yfir hádegismat og lúr. Var gjörsamlega búin á því þegar pabbi hennar sótti hana kl 15 og því frekar stúrin hérna heima, þessi elska. Hún verður fljót að jafna sig.

En jæja best að hætta þessum skrifum og drífa sig út og hlusta á Helga Jónsson gigtarlækni tala um slitgigt.

Efnisorð: ,

2 Comments:

At 1:09 e.h., Blogger Sonja Stelly said...

Halló halló
Ég trúi ekki að ég hafi gleymt 1 árs afmælinu hennar Unnar Lilju! Sussum svei ....en ég kenni Stínu og Millu um þar sem þær gáfu mér þetta fína dagatal en krúttan gleymdist.
Til hamingju með til með afmæli :)
Bestu kveðjut til múttu frá Englandi.
Sonja

 
At 2:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

takk takk :) mamman er nú ekki alveg að trúa að daman sé orðin 1 árs!!!
kveðja Guðbjörg og Unnur Lilja

 

Skrifa ummæli

<< Home