miðvikudagur, nóvember 21, 2007

fréttaskeyti

Við mæðgur áttum afskaplega góða helgi í sveitinni á meðan Gestur sat heima sveittur og vann og vann :) og skipulagði með Leif pragverja. Unni Lilju finnst óstjórnlega gaman að hitta Mirru en er ekki mjög ánægð ef hún kemur of nálægt og ætlar að sleikja hana hátt og lágt. Þær eru báðar óttalegir kjánar enda ekki nema 1 árs báðar tvær. Hvolpar hvor á sinn máta. Við erum búin að endurheimta ömmu Dóru frá Spáni og mikil gleði hjá ungfrúnni þegar hún komst yfir feimnina í garð ömmunnar, ekki spillti fyrir þessi dásamlega rauða úlpa sem amma kom með handa henni. Snemma byrjar fata og skó áhugin hjá ungfrúnni. Fékk ný stígvél fyrir viku sem er ekki í frásögur færandi, nema hvað hún hefur helst ekki viljað fara úr þeim síðan og toppurinn er auðvitað að fá að vera í rauðu úlpunni við :) mér skilst að ég hafi verið svona þegar ég var á sama aldri og Unnur Lilja er í dag, helst viljað vera í kjól á hverjum degi. Skó áhuginn hefur svosem ekkert minnkað á þessum 35 árum :) var að skoða myndir síðan Unnur Lilja fæddist, finnst ótrúlegt að hún hafi einhvern tíman verið svona lítil.


Varð að setja þessar myndir hérna inn, um það bil eitt ár á milli þess að þær eru teknar

2 Comments:

At 12:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hún er nú meira krúttið hún Unnur Lilja :C)
Ótrúlegt hvað þau stækka mikið þessar elskur.

Sirrý

 
At 11:40 e.h., Blogger Unknown said...

jiii þú ert bara kominn með ungling á heimilið ótrúlega er hún orðin stór

 

Skrifa ummæli

<< Home