miðvikudagur, desember 12, 2007

fréttaskeyti

jæja hvað hefur nú gerst markvert síðan húsfrúin settist við skriftir síðast??
aðventuboðið heppnaðist alveg ágætlega. Við hjúin fórum á jólahlaðborð með GÍ um síðustu helgi, mæli með því. Mjög góður matur og frábært show :) Unnur Lilja fékk að gista í sveitinni hjá ömmu, afa og Kristjönu í fyrsta skiptið ein. Gekk ljómandi vel. Gestur fór síðan til Prag á sunnudagsmorgunin og mikið held ég að lítil stúlka verði glöð þegar pabbinn hennar kemur heim á morgun fimmtudag. Við mæðgur drusluðumst svo heim á sunnudagskvöldið þrátt fyrir að ég nennti því engan veginn. Hefði betur bara verið áfram fyrir vestan, því ég er búin að fara einn dag í vinnuna í þessari viku og sýnist á öllu að ég hafi tvo vinnudaga af í þessari viku þ.e. stefni á að mæta á föstudaginn. Unnur Lilja er búin líkt og stór hluti Íslendinga að vera með hósta, hor og hita. Við Gestur erum svo sem líka búin að fá okkar skammt af þessari óþverapest. Ég er t.d. búin að vinna eina heila vinnuviku síðan 2.nóv og ó mæ god hvað það hljómar ekki vel........ Við eigum svo bókað á jólahlaðborð og gistingu á Hótel Rangá á föstudagskvöld, voandi að ungfrúin verði orðin eitthvað hressari. Fór með hana til doksa í dag og komum við heim með púst og sýklalyf :) sem betur fór dreif ég mig með hana því Gestur fór með hana til barnalæknis í síðustu viku og sá læknir hafði meiri áhuga á offitu Gests heldur en að skoða barnið.
Jólin nálgast óðfluga eins og á hverju ári sem er bara æði nema hvað ég hef aldrei á ævinni verið svona sein með allt, ekki búin að kaupa jólagjafir nema að litlu leyti ekki búa til jólakort o.s.frv. En þetta reddast allt :)

Efnisorð: , ,

2 Comments:

At 7:59 e.h., Blogger Unknown said...

Hjá hvaða lækni eru þið ?
Þeir eru svo misjafnir þessar elskur.
Við erum hjá Guðmundi Ásgeirs mér finnst hann fínn vill allt fyrir börnin gera.

 
At 11:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Veit ekki hvað þessi apahrúga heitir, Gestur fór bara með hana á barnalæknavaktina í Dómus Medica. Man ekki einu sinni hvað doksinn heitir í Dómus sem við höfum farið nokkrum sinnum til, hann er alveg ljómandi. Ég er svo nett heiladauð að það hálfa væri mikið meira en nóg.
kv guðbjörg

 

Skrifa ummæli

<< Home