föstudagur, desember 21, 2007

korter í jól

korter í jól :) og allt klárt eins og vera ber *hóst* *hóst* er amk búin að pakka inn öllum gjöfum og setja jólakortin í póst, hef vonandi ekki gleymt neinum í veikindaþoku okkar mæðgna síðustu vikurnar. Við erum búnar að vera veikar til skiptis í rúman mánuð, alveg hreint komin með nóg af því. Endaði með að Unnur Lilja var með eyrnabólgu, hálsbólgu og lugnasýkingu, bara vesen. Hún er sem betur fer orðin spræk en ég er með hor og slef ......... við einmitt urðum að fresta ferðinni á Hótel Rangá þar til 28. des. vegna veikinda Unnar.
Við fórum á Frostrósatónleikana um síðustu helgi svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað hljóðkerfið var gjörsamlega handónýtt. Við vorum sammála um að tónleikarnir sem við fórum á 2005 voru mun betri. Bestu og hátíðlegustu tónleikarnir voru samt sem áður þegar þeir voru í Grafarvogskirkju.
hummm og ha ... veit ekki hvað ég á að blogga meira

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home