laugardagur, febrúar 02, 2008

erum flutt í nýtt sveitafélag

þá erum við nú flutt :) Erum í skemmtilegu verkefni við að koma okkur fyrir í nýju húsnæði. Kössunum fækkar hægt og rólega, amk bætist ekki við þá!!!!!! Við fengum búslóðarflutningavana menn til að bera okkar hafurtask úr úr Engihjallanum og inn í Fljótaselið. Þvílíka snilldin sem slíkt er..... Þeir voru í 4 tíma að skúbba þessu á milli íbúða + 2 tímar í bið á meðan beðið var eftir að fyrri íbúar Fljótaselsins kláruðu sinn frágang. Vorum með Engihjallan tilbúin til afhendingar á réttum tíma en þeim seinkaði um ca 2 tíma sem keyptu af okkur. Þetta flutningastúss fer afskaplega illa í Unni Lilju. Hún er extra grátgjörn og harðneitar að fara að sofa. Held samt að hún sé heldur að hressast, er þokkalega kát þegar hún kemur heim frá dagmömmunni. Toppurinn er þegar amma Dóra kemur í heimsókn eða Línhildur og Bergrún, þá er hægt að brosa út í annað og leika við þær. Foreldrarnir eru eiginlega á ignore. Vinnan gengur sinn vanagang. Ég er búin að koma mér í smá verkefni sem krefjast talsverðs undirbúnings. Samþykkti að vera með fræðsluerindi á námskeiðum fyrir fólk með hrygggigt annars vegar og iktsýki hinsvegar. Hef 2svar verið með fræðsluerindi um aðlögun að breyttum aðstæðum fyrir fólk með vefjagigt svo þarna er aðeins verið að bæta við. Alltaf þegar ég er búin að segja já, hugsa ég hvern fjár...... var ég nú að koma mér í!!!!!!!!!!! en það er nú ekki allt sem ég er búin að koma mér í, get ekki sagt meir um það í bili..........

Efnisorð: ,

2 Comments:

At 9:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ! til hamingju með flutningana;) vona að ykkur líði alveg hreint ljómandi vel á nýja staðnum;) kveðjur frá Stínu og co

 
At 12:27 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með flutningana, þið eruð komin nær okkur svo nú er engin afsökun fyrir því að hittast ekki.
kv
Hrafnhildur og co

 

Skrifa ummæli

<< Home