miðvikudagur, apríl 02, 2008

Vika af veikindum á enda og vinnudagur á morgun. Ég var svo "bráðheppinn" að fá hita, beinverki, augnverki, höfuðverk og hósta, já lukkan leikur við mig þessa daganna sem aðra. Unnur Lilja veiktist svo á föstudaginn ennnnnn og aftur svo þetta er mjög upplífgandi heimilislíf hérna í Fljótaselinu. Ég er búin að vera heima síðan á miðvikudag í síðustu viku. En allt horfir nú til betri vegar og vinna á morgun. Ætlum að hafa Unni Lilju heima út vikuna svo Gestur tekur vaktina á morgun og föstudag. Planið er síðan að fara í sveitina á föstudag og vera þar með Kristjönu, ma og pa eru að fara á árshátíð kúabænda á Selfossi og þar sem Kristjana er sauðfjárbóndi þá er hún ekki gjaldgeng eða þannig :) Vonandi gengur þetta plan upp. Ég er búin að skila af mér greinunum í Öldrun og Gigtina svo þar með lýkur þessu "fagtímabili" í skrifum. Skrifa í mesta lagi blogg næstu vikurnar :) Já og svo auðvitað skýrslur og umsóknir og þannig stöff sem fylgir vinnunni. Bauð mig fram sem verknámsleiðbeinanda næsta haust, spennandi að sjá hvort einhver vill koma til mín. 3ja skiptið sem ég býð fram pláss hjá Gigtarfélaginu og hingað til hefur engin komið.
Páskarnir voru alveg hreint ágætir. Fórum í sveitina og prófuðum fjórhjólið offroad, funkerar fínt. Við Gestur fórum í brúðkaup hjá Jóhönnu og Ara Grétari á Akranesi. Glæsilegt hjá þeim, takk kærlega fyrir okkur. Séra Eðvarð Ingólfsson gaf þau saman og fór á kostum eins og honum einum er lagið. Eydís Líndal sá um veislustjórn með miklum glæsibrag. Allt svo vel heppnað eins og brúðkaup eiga að vera.
Það detta inn tilkynningar um fjölgunarvon í vinkvennahópnum og í tengdafjölskyldunni, gaman að því :) ekki nánar um það hér og nú. Svo hérna ein mynd af Unni Lilju og Gulla fjósakisu..... fleiri nýjar myndir af Unni Lilju er í albúminu hennar



náðu mér bara ef þú getur ......... Gulli er ekki mjög mikið fyrir börn né aðra sem ekki koma reglulega í fjósið til hans....

2 Comments:

At 11:57 e.h., Blogger Unknown said...

Gott að heyra að þér líði betur og vona að Unnur Lilja verði eiturhress á föstudaginn.

Bið að heylsa í sveitina'
kveðja sirrý

 
At 8:23 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

takk takk :) við mæðgur brunum af stað í dag eftir vinnu.
kv Guðbjörg

 

Skrifa ummæli

<< Home