laugardagur, maí 17, 2008

smá fréttir

langt síðan Gyða Sól hefur skrifað :) en af henni og hennar familý er allt fínt að frétta. Við erum búin að fara nokkuð margar helgar í sveitina svona eins og vera ber. Ætluðum nú um helgina í sauðburðarstúss en húsfrúin er veik. Kom heim veik úr vinnunni í gær og er handónýt núna með hita og kvef, fæ alltaf vorkvef svo þetta er allt "eðlilegt". Við skötuhjú erum búin að fara niður í fjöru á fjórhjólum núna síðustu tvö skipti sem við höfum verið fyrir vestan og Gestur heldur því fram að ég hafi gert tilraun til að losa mig við hann með því að reyna að drekkja honum...... ræðum það ekki meira hérna.
En ég ætla að smella inn hérna einni uppskrift fyrir Steinu Báru frænku

Vínarbrauð

500-550 gr hveiti
1 pakki (11,8) gr þurrger
100 gr sykur
1/2 tsk möndludropar
1 egg
150 gr brætt smjörlíki
2 dl volgt vatn

aðferð eins og venjulegt gerdeig, látið hefast og allt það

fylling
125 gr smjör
175 gr sykur
100 gr marsipan

smjörið brætt og öðru hrært út í.

deigið er í ca 4 lengjur, eftir endilangri lengjunni er hæfilegu magni af fyllingu smurt og gjarnan smá súkkulaði rúsinum eða möndluflögum. Lokað þannig að ekkert leki út. Bakað í ca 15 mín við 200°

geggjað sætt og gott

Efnisorð: , ,

3 Comments:

At 12:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir uppskriftina, mæli með þessu vínabrauði,það er geggjað.
Kveðja
Steina Bára frænka

 
At 12:54 e.h., Blogger Sonja Stelly said...

biddu nu vid......attir thu ekki afmaeli um daginn!?! ef svo er ....til lukku med thad :)
Uppskriftin er nu bara girnileg ad sja........slef slef
Kvedja fra London

 
At 5:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

takk takk :) jú jú ég og forsetinn erum eitt þegar kemur að afmæli
kv guðbjörg

 

Skrifa ummæli

<< Home