mánudagur, júní 30, 2008

fyrsta útilega sumarsins



Við fórum í jómfrúarferðina okkar með tjaldvagninn um helgina. Fórum í afmæli til Línhildar í sumarbústaðinn í Oddsholti og að því loknu renndum við okkur austur að Skógarfossi. Tjölduðum þar í mígandi rigningu og vorum fljót að skríða undir sæng. Unnur Lilja var svo spennt að hún vissi ekkert hvernig hún átti að vera, á endanum sofnaði hún þó og svaf eins og engill. Ekta útilegu stelpa.

Efnisorð: ,

2 Comments:

At 2:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Frábært að vera í útilegu, við erum að fara um helgina með Karlakór Reykjavíkur, þar verður pottþétt gaman og mikið sungið
kv
Hrafnhildur

 
At 9:39 e.h., Blogger Unknown said...

Æ hvað Unnur Lilja er sæt þarna, greinilega ánægð með lífið í útilegunni.
Kristín Björg

 

Skrifa ummæli

<< Home